[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég fékk þessar líka flottu fínu strípur í dag og síðan galdraði hárgreiðslukonan krullur í mig. Ég fékk bara þvílíka make-overið. Svo sótti ég mér sterlingspund til að greiða fyrir gistingu á B&B í Englandi og matnum á pöbbnum sem ég sé fyrir mér að ég borði kvöldmat á ekki á morgun heldur hinn.
Ég er búin annars að bara þvo þvott í fríinu, ekki mikið annað. Ég setti svefnmet held ég á laugardaginn, ég vaknaði ca hálftólf, meikaði ekki að vaka lengur en til ca hálftvö fór þá að "leggja mig" en svaf til hálfníu um kvöldið með einu pissustoppi... ég hélt að ég væri þá endanlega búin að snúa við sólarhringnum, en nei nei, ég var búin á því kl. ca hálfeitt og fór þá að sofa, svo vaknaði ég ekki fyrr en um kl. 10 í gærmorgun og ekki einu sinni geðveikt útsofin neitt. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi verið orðin laaaaaaaaaaaaaaangþreytt.
:: geimVEIRA:: kl. 01:00:: [+] ::
...