[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Sko mig! Það tók á taugarnar, það tók tíma, en hardballið virkaði. Í dag var haft samband við mig og mér boðið starfið (sem ég fór í viðtal út af á fimmtudaginn og var boðið á föstudaginn en á of lágri tölu) og í þetta skiptið hækkuðu þeir sig upp í lágmarkstöluna mína sem byrjunarlaun og með hækkun upp í launin sem ég stefndi (í það minnsta) á eftir 3 mánaða reynslutíma. Svo ég er sátt, ætla að slá til svo dagar atvinnuleysis verða því brátt taldir. Eftir fréttirnar leið mér eins og tómri blöðru, ég þarf að æfa mig fyrir prófið á morgun, sem ég nenni ekki að gera og hef ekki rödd fyrir fimm aura í, svo ég sleppi því kannski. Ég er alvarlega að spá í að skipta út einu lagi á síðustu stundu, enda get ég ekki fundið mig í einu laginu þarna, veit um annað betra. Held ég böggi söngkennarann minn aðeins og tékki hvort það sé ekki í lagi.
Þetta eru allt svo stórir dagar eitthvað.... hey já eitt sem er hið bestasta mál með þessa vinnu, ég nefndi þetta með að ég hefði verið búin að bóka mig í sumarfrí og það bara kom svona komment eitthvað: "Uh, auðvitað fer fólk í sín sumarfrí hér!" svo ég geng út frá því að ég fái að fara út (þótt peningalega verði þetta bilun - enda þessi mánuður atvinnuleysis búinn að klára upp orlofið mitt), það reddast vonandi.
Anyways, ég er víst komin með vinnu!!!
:: geimVEIRA:: kl. 14:14:: [+] ::
...