[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Nú jæja... Í morgun fór ég í starfsviðtal sem gekk alveg ljómandi vel, tók næstum 2 tíma meira að segja, mér leist mjög vel á starfsmannastjórann og fyrirtækið. Síðan fór ég beint þaðan í stutt viðtal sem ég var kölluð inn í hjá ráðningarstofu. Eftir þetta fór ég svo og fékk mér Subway, smakkaði nýja samsetningu: Dijon horseradish bræðing, sem var svakalega góður. Svo dreif veruleikafirrti veltukorts-atvinnuleysinginn sig í Debenhams til að reyna að finna buxur, en þar var 25% af öllum fatnaði í dag. Það var orðin algjör geðveiki þarna, en samt dreif ég mig í langa biðröðina til að máta helling af einhverju dóti, sem allt var of stórt eða of lítið, endaði nú samt með því að finna á mig pils (sem var að vísu ekki buxur, en það var líka allt í lagi, fínt að vera svoldið dömulegur til tilbreytingar), svo fékk ég brjóstahaldara líka og pungaði út 6 þús kalli fyrir þetta, sem ekki er slæmt verð. Svo rambaði ég fram á MAC stand, og gladdi það mitt litla förðunarsjúka hjarta að þær séu loksins farnar að fást hér á landi, sá strax 3 liti mjög djúsí... oh ég á bágt, ákvað að fara þangað þegar ég verð komin með vinnu. Svo var bara farið heim eftir akútstopp í Hagkaup þar sem ég VARÐ að fá sódavatn (mallinn búinn á því eftir stressið í morgun að fara í tvö viðtöl).
Þegar heim var komið og klukkan farin að ganga sex var svo hringt í mig frá ráðningarstofunni og mér tjáð að fyrirtækið sem ég var hjá í morgun, óskaði eftir að hitta mig aftur í fyrramálið (jibbí). Nú byrjar ballið. Ég hef ekki komist fyrr á þetta stig svo ég er hálfkvíðin, ég er samt rosaglöð að þeim leist svona vel á mig. Ég tek allavega egótripp út á þetta í það minnsta, svo sér maður til hvernig maður bögglast frá viðtalinu. Úff. Any tips for me?
:: geimVEIRA:: kl. 20:53:: [+] ::
...