| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, maí 30, 2003 :: Jæja afi minn blessaður dó í morgun. Hann var fyrir löngu orðinn til í það, lýsti því yfir margsinnis að hann væri tilbúinn. Hann náði að búa heima og sjá um sig sjálfur allt þar til í fyrradag, en þá var mjög af honum dregið eftir að vera búinn að vera lengi lasinn (sem hann harkaði af sér, alltaf sami naglinn - en greinilega helst til of lengi) og var hann lagður inn á sjúkrahús. Hann var mjög mótfallinn því að þurfa að vera háður tækjum og það stefndi nákvæmlega í það, stóra kvalafulla aðgerð og síðan eitthvað legulíf og tækjatilveru. Svo í morgun þegar átti að fara að rannsaka karlinn leið hann bara út af og dó. Ég segi bara gott hjá þér afi! Fjölskyldan er sammála um að vera þakklát fyrir að lífgunartilraunir báru ekki árangur, það sem var framundan var ekki á nokkurt gamalmenni leggjandi, hvað þá mann sem var svona svakalega sáttur við að fara.
|
|