[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Hjúkk Loksins eru kosningarnar búnar. Mikið svakalega verður fínt að losna við allt bækingafarganið úr póstkassanum.
Ég horfði á kosningasjónvarpið og hafði ýmist ekki taugar í þetta, eða sofnaði. Á endanum fór ég milliveginn og horfði á þetta uppi í rúmi en hélt mér ekki vakandi nema til ca 4. Þetta var rosalega spennandi samt, ég hefði vakað ef ég hefði mögulega getað það. Svo náði Ingibjörg ekki einu sinni inn á þing! Ég gat ekki annað en glott þegar ég heyrði það, sérstaklega eftir að kosningaáróður Samfylgingarmanna snérist svo ótrúlega mikið um hana, myndir af henni út í eitt, ef hún var á hópmynd var henni stillt framfyrir hópinn o.s.frv. en samt það var fínt að það var svona mikið fútt í þessari kosningabaráttu, hún á mikinn heiður af því. Ég er sátt við úrslit kosninganna. Ég er mjög ánægð með að loksins er komið þangað inn fólk af minni kynslóð. Það hefði mátt gerast fyrr, fínt að fá nýtt blóð inn.
Fræga fólkið Síðan á föstudaginn var hef ég komist í tæri við þetta fræga fólk, á einn eða annan hátt:
Kristjönu Stefánsdóttur (sem kennir mér söng), Pál Óskar Hjálmtýsson (sem kom til Kristjönu þegar ég var í tíma hjá henni), Ögmund Jónasson (sem næstum því blokkeraði mig á leið inn í Hagkaup), Siv Friðleifsdóttur (sem gaf mér Framsóknarkaffi), Eivøru Pálsdóttur (sem var að æfa inn í FÍH og þáði jarðarber hjá mér), Birgi Þór Bragason (sem er samspilskennari og var að æfa með Eivøru og þáði líka jarðarber) , Þórarinn V. Þórarinsson (sem labbaði framhjá mér á kjörstað - telst nú varla með), Margréti Eir (sem líka var á ferð niðrí skóla á laugardaginn), Kjartan Valdimarsson (sem er undirleikarinn minn í skólanum), Sigurð Flosason (sem ég heilsaði á gangi í skólanum, hann er yfirkennari þar), Egil Helgason (sem ég og fjölskyldan heilsuðum - vúps - í gær þar sem hann var með son sinn yfirdúlluna í vagni fyrir utan Litla andarungann), Jóel Pálsson (sem kennir mér tónheyrn), Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (sem ég þakkaði í gær fyrir að hafa komið með fútt í kosningarnar - vúps -).
Atvinnuástand Ég er enn atvinnuleysingi, en fer á morgun í atvinnuviðtal.
Nýir linkar Ég er loksins búin að skella inn link á Dömustaði.
:: geimVEIRA:: kl. 13:52:: [+] ::
...