[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Glæsileg frammistaða / spúkí frammistaða Þá er þessi helgi búin! Ég fór í stúdentsveislur bæði á föstudaginn og laugardaginn, hitti Unnar og Jóhönnu eftir veisluna á föstudagskvöldið og strumpaði með þeim 2 bjóra, kaffi og spjall, eftir ansi viðburðarríkan dag var ég alveg búin á því kl. 2, fór heim og var síðan lasin næstu klukkutímana. Eftir að hóta mallanum heimsókn á Læknavaktina í gærmorgun fór ég að lagast. Eftir hina veisluna var náttúrulega fylgst með Birgittu og co. Hún stóð sig með prýði eins og við var að búast, var glæsileg og kláraði þetta alveg upp á 10, ég tapaði veðmáli við fjölskylduna, hélt að við yrðum ofar, en græddi á því tilvonandi fordrykk á Negresco í sumar, en sigurvegarinn skyldi splæsa á hina. Mér fannst lögin frá Tyrklandi, Rúmeníu og Grikklandi skást, spáði Tyrkjum sigri og hélt með þeim. Í dag fór ég síðan í einhverjar upptökur með samspilinu í skólanum. Ég var ekki alveg í stuði fyrir svoleiðis, enda ennþá illa krumpuð og í vökvatapi eftir magavesen í heila viku, fór samt fyrst ég var búin að lofa því að mæta. Hélt þetta yrði svona gaman að prófa þetta, þótt maður myndi koma frekar spúkí út raddlega séð. Síðan var þetta nú ekki eins sniðugt og ég hélt. Það var bara eitt einasta rennsli (hið fyrsta síðan fyrir jól!) og síðan bara tekið upp. Bara ein upptaka og basta! Svo ég svona hálf-sá eftir því að hafa verið að standa í þessu, átti von á að kannski þetta yrði nú best out of 3 eða álíka, hefði verið lágmark fyrir að druslast til að mæta þarna. Svo núna er maður til á fæl forever þarna, búinn að ruglast í upptöku og ekki að fíla sig, að þykjast syngja eitthvað. Blah! Maður er misilla fyrirkallaður, so fuck it all.
Ég verð samt að ná að hressast fyrir þriðjudaginn, þá er stóra prófið! Ég veit ekkert hvar ég stend með þessa vinnu þarna, svo maður er nokkuð kvíðinn líka, bara hef ekki orku í að vera í einhverjum fætingi núna. Kannski maður fari að hressast þegar eitthvað af þessum næstum 5 kílóum sem gengu af manni á viku koma aftur. Helvítis vesen að maður missi ekki spik í svona pestum. Svindl.
Ég ætla að skella mér "snemma" (á minn mælikvarða) að sofa bara og sjá hvort ég vakna ekki svakalega hress á morgun. Góða nótt.