[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Flippað andrúmsloft Það er nú ekki á hverjum degi sem maður heilsar Páli Óskari, Dr. Love himself, Ögmundur Jónasson situr fyrir manni á leið út í búð, og umhverfisráðherrann gefur manni kaffi, allt á sama klukkutímanum. Ég var í fínum söngtíma heima hjá kennaranum og þangað leit inn Páll, fór svo út í búð og þar var heil strolla frambjóðenda að reyna að skella bæklingum og dóti í fangið á vegfarendum. Reyndar finnst mér nokkuð hnyttið þetta kaffidæmi sem Siv Friðleifsdóttir gaf mér þarna, því þar var um að ræða "Framsóknarkaffið" og ku það innihalda "kraft, framsýni, heiðarleika og traust". Ekkert lítið flott það. Spurning að hella upp á og hafa þetta kaffi í maganum þegar maður setur x-ið ekki við B á morgun, múhahaha. Ég held það bara. En Ögmundur var nú bara hálfscary þarna, hann blokkeraði fólk sem ætlaði inn í Hagkaup og lét það hafa bæklinga eða eitthvað, ég slapp sem betur fer, þetta er stór gaur - gæti örugglega rutt sér leið inn á þing bókstaflega.
Það er allt að verða vitlaust í kosningahamnum - ég er bara fegin að þetta er að verða búið. Ég vona bara að aðfararnótt sunnudagsins verði ástæða til að gleðjast, nú ef ekki þá lærði ég á fundi hjá Vinnumiðlun að eftir 4 vikur má maður vera atvinnuleysingi hvar sem er innan EES. Gaman að því.
:: geimVEIRA:: kl. 17:41:: [+] ::
...