| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, maí 16, 2003 :: Í dag fór ég á masterclass hjá danskri leik- og söngkonu sem kennir við Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn , Sanne Graulund, það var mjög fróðlegt, nokkrir nemendur (þ.á.m. ég) voru látnir koma fram, másandi og blásandi, teygjandi og togandi eftir tiktúrum kennarans og syngja síðan í þokkabót allt fyrir framan hópinn, mjög sniðugt en fólk hljómaði allt miklu betur eftir leiðsögnina. Maður græddi áreiðanlega á þessu, mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í svonalöguðu, ekki var verra að ég fékk kompliment frá konunni. Alltaf gaman að þeim.
|
|