[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Verkefni lokið - starfslok í nánd - nóttin er komin Núna er ég búin með verkefni, transcription að lagi... ég valdi kannski of erfitt lag m.v. getu, en þar sem ég fíla lagið hélt ég út þessa ca. 22 klukkutíma sem þetta hefur tekið, ég hélt ég væri þrælvel komin á veg verandi þegar búin að leggja 13-14 tíma ca. fyrir daginn í dag (en skil verkefnisins og flutningur er á morgun), en ég var alveg á fullu, tók bara matartíma og leyfði mér að horfa á 24. Æi, hvað verður gaman að geta farið að gera svona eins og ekkert c".. ég hef samt mikið lært af þessu, ekki síst á blessaðan Sibeliusinn, sem fer kannski bráðum núna að verða vinur minn.
Í matinn ákvað ég að prófa eitthvað sem ég hef aldrei smakkað, þ.e. houmous. Það er svona mauk úr kjúklingabaunum, tahini (sesamsmjör), ólífuolíu, hvítlauk, sítrónusafa og kryddi. Þú spyrð: "Houmous? - Er það nú eitthvað ofan á brauð??" ... Svar: "Já, houmous er einmitt nokkuð ofan á brauð." Þessu skellti ég öllu í mína fjalla-Siemens matvinnsluvél og úr varð vel ilmandi mauk, líkt kæfu. Þetta var þrælgott, ég á örugglega eftir að búa svona til aftur, en ég hef lengi ætlað að prófa þetta eftir að sjá fjölda grænmetisæta lofa þetta hér og þar á netinu.
Annað í fréttum: Ekki neitt. Þar sem ég var að læra nær non-stop í dag hef ég ekki einu sinni fylgst með fjölmiðlafréttum, veit ekki neitt um neitt. En nú er ég farin að sofa, enda þarf ég að kenna á morgun, og hinn og hinn, og svo verð ég atvinnulaus... talk about digging one's own bloody grave.
:: geimVEIRA:: kl. 02:27:: [+] ::
...