[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Og þá er þessum kafla lokið. - Og þá hefst nýr kafli. Viðtalið í gær gekk bara þrælvel held ég, mér leist mjög vel á þetta allt saman, mjög almennilegur yfirmaður þarna greinilega léttur og skemmtilegur, spennandi fyrirtæki og ég gat alveg kommentað á það, enda ánægður kúnni þess. Ég veit hinsvegar að þeirra launapælingar voru ansi hreint langt frá mínum, en í viðtalinu kom fram að þessi yfirmaður vissi af því en samt var ekkert farið að punda neitt á mann eða reyna að prútta eitthvað, heldur var bara minnst á það og ekki meir. Svo ég mat það þannig að þetta væri smá "njósn", bara svona verið að sjá hvaða manneskja væri á bakvið umsóknina og jafnframt að þeirra hugmyndir væru engan veginn niðurnjörvaðar eða óbreytanlegar. Ég leit einnig á það sem hrós að vera ein af bara þremur sem átti að taka viðtal við núna og ákveðnar framtíðarpælingar og möguleikar í starfinu útlistaðir fyrir mér þannig að ég fékk allavega ekki á tilfinninguna að a) yfirmanninum litist illa á mig, b) ég hefði verið boðuð í viðtalið til þess að þvinga mig eitthvað niður eða telja mér trú um að ég þyrfti eitthvað að afsaka mig fyrir mitt sjálfsmat (eins og ég lenti í um daginn í viðtali), c) að starfið væri neitt annað en fjölbreytt og krefjandi starf eins og auglýst var. Mér var lofað svari af eða á, strax í næstu viku. Ég hef nú haldið áfram að henda inn umsóknum náttúrulega þegar ég hef séð eitthvað sem minnsti möguleiki væri á að ég hefði áhuga á að gera, enda ekki seinna vænna því, as of...
- N O W -
... er geimVEIRA atvinnulaus í fyrsta skipti á ævinni, múhahahahah! Ég hef þó sjálfsvirðinguna (í bili allavega), nú er bara að æfa sig í að bera höfuð hátt áfram (maður verður að halda góða coolinu þegar maður þarf að láta gamla bossinn kvitta á staðfestingu starfsloka til að fara með í atvinnuleysistryggingasjóð). Ég stefni á að nota fyrsta "frídaginn" á föstudaginn í að læra heima (því það er aldrei að vita hvenær maður verður að fara að vinna aftur síðan). Það er samt bara allt á góðum nótum milli okkar gamla bossins, hann ætlar bjóða voðafínt út að borða á föstudagskvöldið, við ásamt öðrum eftirmanni mínum (sem mér líst rosavel á), svo það verður fínt svona kveðju/welcome-hóf (skárra en ef þetta hefði verið bara kveðjudæmi.... æi ég var ekki í stuði fyrir að þetta yrði einhver væmni, sem það á síðan kannski eftir að verða.. úff.
Í söngtíma í gær, fékk ég upplýsingar um breytingar á fyrirkomulagi prófsins sem er núna í maí (alltaf jafngott skipulagið þarna arrrrg). Loksins þegar ég var komin með þetta circabout á hreint... ég er enn eftir að sjá hvort þetta er gott eða slæmt... en þetta virkaði ekki vel á mig allavega fyrst, ég meika heldur ekki meira stress og breytingar í bili.... kannski mun þetta síðan koma til góðs ég veit ekki.
Á leiðinni heim fékk ég medium-adrenalínsjokk þegar á móti mér ók, á einstefnuakrein (umferðareyjur og skilrúm á milli akstursstefna - ekki HÆGT að ruglast) sem meðalhraði er 50-60 km/klst. gömul kerling (dauðans), þar sem ég var að koma út úr hringtorgi hafði ég að hægt ágætlega á mér, svo ég var ekki í hættu samt hef ég oft farið hraðar þarna út enda beinn og breiður vegur framundan. En svona ökumenn dauðans falla augljóslega inn í Darwin... verða fljótt útdauðir, verst að þeir drepa ekki bara sjálfa sig með svona steypu. Jæja ég ætla að reyna að manna mig upp í matargerð. Mikið svakalega nenni ég því ekki núna.... arrrg.
:: geimVEIRA:: kl. 18:44:: [+] ::
...