| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, apríl 10, 2003 :: Mér finnst mjög cool að bandið í Tonight Show spilar Baseline í hléum, ég hef heyrt það spilað þegar þátturinn kemur úr auglýsingahléi núna í tvö skipti. Ég veit ekki annað en þetta sé Quarashi lag, gæti svosem verið misskilningur í mér þ.e. að þeir rappi yfir lag einhvers annars, ég held samt ekki, en m.v. að úti í Baltimore var það fyrsta íslenska sem kom í huga afgreiðslumannsins, þegar hann heyrði að ég væri íslensk Quarashi, þá hafa þeir í það minnsta átt þátt í þessu lagavali. Mér finnst það gott mál, enda drengirnir góðir. Og ég vil fara on the record að mér finnst Kevin Eubanks sætur.
|
|