| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, apríl 07, 2003 :: Já, merkilegt... ég var að skoða LÍN og það er nú aldeilis hvað það gagnast manni að vera búinn að vera skattgreiðandi til margra ára núna. Maður borgar fleiri, fleiri tugi þúsunda í skatta á hverjum mánuði og manni er refsað fyrir það. Mér sýnist að ég fengi hámark kr. 474.514,- í lán yfir 9 mánuði, sem gera rétt rúmar 52 þúsund krónur á mánuði, færu þá t.d. 12% af öllum tekjum heimilisins á mánuði í að borga nauðgunaráskriftina að RÚV, fastagjaldið af símanum og rafmagnsreikninginn. Ekki skil ég nú hver lifir á því einu saman, ekki mikill hvati þarna fyrir mann að mennta sig frekar - ever. Ég sé það að ég hefði það betra að vera atvinnulaus - þótt ég reyndar yrði jafngjaldþrota á þeim aumu bótum þótt þær séu víst tæpum 30 þús kr. meira á mánuði. Hver er með ókeypis húsnæði, ókeypis fararkost, ókeypis fæði og engan fastan kostnað í rekstri heimilis? Ekki ég, ekki ég , ekki ég og ekki ég. Þurfi fólk að eiga bifreið og nota rafmagn, þá er eins gott að það geti nærst með ljóstillífun. Menntun er kannski bara fyrir þannig fólk í dag. Merkilegt. Ég veit að ég er ekki að segja háskólamenntuðu fólki neinar fréttir, þetta hefur nú verið meingallað kerfi svo lengi, en ég taldi mig nú eiga einhverra kosta völ, að stúdentsprófið mitt væri nú ekki bara skeinipappír þegar upp væri staðið. Svoldið súrt að sjá að maður á engra kosta völ, nema að vinna og borga skatta til að keyra menntakerfið, sem nýtist mér ekki á neinn hátt þótt ég vildi.
|
|