| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, apríl 11, 2003 :: Í dag vinn ég síðasta daginn fyrir páska, eftir páska eru bara 6 virkir dagar eftir og ég kvíði þeim ferlega. Það er mjög óþægilegt að vera innan um allt hoopla-ið sem fylgir flutningum þegar þeir eru ekki manni viðkomandi. Allt svona rót kemur illa við mig. Ég skil ekki hvað ég læt svona stressa mig, en þetta stressar mig rosalega. Náttúrulega er verið að rífa niður og setja í kassa vinnuumhverfið manns sem maður hefur "átt heima í" í fleiri fleiri ár, kannski er það bara málið. Ég er að missa familiar grounds sem verða aldrei hin sömu... end of an era and whatnot. Eða þá að það er bara að hellast yfir mann alvarleikinn... hvar er núna ljónshjartað? Voðalega þarf það að flakka alltaf. Helgin mín þarf að vera eitt allsherjar upppepp dauðans, því ég verð sko að fara í viðtalið í góðu stuði og með kjark í að þora að segja það sem mér finnst.
|
|