[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
C'est la vie? Ég varði næstum öllum matartímanum mínum í að reyna að tala vin minn af því að fara að éta efedrín til að missa einhver 10 - 15 kíló. Ég benti á allar aukaverkanirnar og hvaða áhættur hann væri nú að taka með heilsuna sína, háþrýstingur, hjartsláttaróregla og bara holycrap.is. Ég náði því þó í gegn að hann talaði við lækninn sinn, sem ég taldi nú hálfan sigurinn, enda enginn heilvita læknir sem myndi fara að mæla með notkun Ripped fuel við nokkurn mann.
Nema hvað, síðan var ég að heyra að vinurinn hringdi í lækninn og læknirinn bara útskýrði eitthvað fyrir honum með þetta (sagði bara það sem ég var búin að segja - sem mér fannst nú ansi sterk rök gegn notkun þessara lyfja), en gaf honum síðan grænt ljós á að nota þetta "innan skynsamlegra marka". Ég er svo aldeilis hissa, þarna var ég að ætlast til að læknirinn myndi þá einvörðungu hvetja hann til heilbrigðari lífshátta, en ekki grípa til ólöglegra örvandi efna, en nei nei, hann lagði það bara í mat viðkomandi hvað væru "skynsamleg mörk" og útskýrði að þetta væri svona svipað og drekka 14-16 kaffibolla á dag. Núna er vinur minn mjög sæll, er orðinn semi-hyper og fílar þetta í botn, alveg kominn í stuð til að hreyfa sig á fullu. Mín pæling er, hvernig getur læknir annað en eindregið lagst gegn notkun ólöglegra örvandi efna? Ég tek einnig fram, sem stakk mig mjög mikið, að læknirinn kallaði ekki einu sinni vin minn inn í blóðþrýstingsmælingu, en ef hann væri með of háan blóðþrýsting þá væri hann í sérlegum áhættuhóp m.v. gögn sem má finna á netinu um þetta. Á meðan að FDA er að ströggla við að reyna að banna efni eins og efedrín í bandarískum fæðubótarefnum, þá er þessu smyglað hingað inn og misviturt fólk segir: "Iss þetta er allt í lagi, þetta er leyfilegt í USA!" og meira að segja þótt fólk hafi síðan vit á að tala við lækni (well eftir að geimVEIRA tekur kastið á það), þá virðist það lítið hafa að segja. Læknirinn benti honum þó á, sem var mjög gott mál, að hann gæti nú líka bara skokkað 7-10 km 3x í viku til að létta sig og styrkja og benti honum á að hann væri kannski með heldur mikinn kílóafjölda í huga m.v. byggingu. Ég væri örugglega ekki besti læknir í heimi, en ég myndi ekki láta fólk út í bæ halda sig hafa grænt ljós á notkun svona efna og tala þannig við það, að það bara yppi öxlum og haldi sig bara vera A-ok! af því að það telur sjálft sig "skynsamt" í notkun örvandi efnanna, ég hefði nú sveimér þá skikkað manninn til að skokka nú í mánuð 3x í viku, og sjá þá síðan til (enda myndi viðkomandi þá bara hafa lést hvort sem væri). Á heimasíðum er hægt að finna söfnun í class action suit gegn framleiðendum svona efna, þar sem sagt er að mörg hundruð manns telji sig hafa borið alvarlegan skaða af notkun slíkra efna. Ef efedrín er í lagi fyrir einhvern sem þarf að missa 10-15 kíló, er þá ekki bara amfetamín í lagi fyrir þá sem þurfa að missa 20-30 kíló þá? Hver eru skynsamleg mörk, þegar farið hefur verið fram úr skynseminni?
Ég held ég hafi samt sannfært vin minn um að fara í það minnsta í blóðþrýstingsmælingu til öryggis. Ég á reyndar eftir að sjá hann gera það, en hann telur sig geta verið í mánuð á þessu, og hætt síðan bara þá. Um leið er hann chipper as a MF og þakkar það þessum örvandi efnum, þegar ég lýsti undrun minni á þessu öllu saman sagði hann bara "c'est la vie".
:: geimVEIRA:: kl. 15:33:: [+] ::
...