| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, febrúar 11, 2003 :: Well allt leysist af sjálfu sér. Á föstudaginn tékkaði ég á kreminu, en það var ekki til. Problem solved. Ég fór um kvöldið síðan á þrælskemmtilegt djamm með FÍH nemum en passaði mig á því að vera þæg og fór snemma heim að sofa. Á laugardagsmorguninn var ég nefninlega tilraunadýr niðrí skóla, þar sem kennaranemar fengu að spreyta sig á að stýra rokksamspilshóp. Fyrst voru tekin tvö lög sem kennarar stýrðu, eitt æfingalag og síðan gamalt Doobie Brothers lag, Long Train Running. Það fylgdi sögunni að það lag hefði verið stranglega bannað á Gauknum í den vegna ofspilunar, en það var þrælgaman að syngja það þótt maður eiginlega æli þegar þetta er spilað á rotnu útvarpsrásunum. Síðan fylgdu kennaranemarnir með mjög skemmtileg lög líka. Þetta var svo aftur á sunnudagsmorguninn. Þá lenti ég í þeirri athyglisverðu reynslu að syngja Guns 'n Roses lag, að syngja Sweet Child of Mine á fullu blasti kl. 10 á sunnudagsmorgni er eitthvað sem ég er að hugsa um að gera röddinni minni ekki aftur óupphitaðri. Þetta var samt svakafjör, ég væri mikið til í að vera í svona workshop bara reglulega. Á sunnudaginn kláraði ég síðan transcription verkefnið fyrir tónheyrnartímann. Það gekk mjög vel, en tók ógeðslega langan tíma, enda var þetta eiginlega tvíþætt hjá mér, annars vegar nótnauppskriftin og síðan það að ég álpaðist til að setja allt upp í Sibelius.
|
|