| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, febrúar 25, 2003 :: Jibbí, ég er komin heim... með jet-lag dauðans og þunga tösku. Ferðin gekk mjög vel, þetta varð mikill afslöppunar- og verslunartúr, ég fékk á mig ýmislegt sem mig hafði vantað ansi lengi. Ég fékk bómullarboli og skyrtur undir peysu og þrælfínan jakka fyrir sumarið - já og kremið mitt líka. Síðan stóðst ég ekki mátið og verslaði slatta af geisladiskum s.s. nýja Groove Armada diskinn og einn sem ég stóðst ekki, sem er með Ellu Fitzgerald live á Nice jazzhátíðinni sem ég fer á í sumar, síðan fann ég þær tvær DVD sem mig hefur helst langað í til eignar, T2 og Matrix á helmingi lægra verði en hér heima. Það er alveg út í HÖTT hvað allt er miklu ódýrara þarna. Sem dæmi: Fyrir 130 dollara fékk ég 13 flíkur, boli, skyrtur o.fl. allt alveg fín föt bara sem ég á eftir að nota mikið. Ég gerði allavega súperkaup þarna. Hótelið okkar var mjög flott, við fengum óvænt extra flott herbergi, svona hornherbergi upp á 10 hæð þannig að það var geðveikt útsýni og mjög rúmt um mann. Það var ansi kalt úti og mjög rakt svo maður fékk hroll mjög fljótt, en veðurspár stóðust alveg og það fór hlýnandi með hverjum deginum. Mér fannst borgin ekkert mjög falleg samt, óttalega hrá og nokkrir ansi dauðir punktar alveg í miðborginni, verið að endurnýja mikið og búið að rífa og rýma lóðir svo þetta skánar örugglega eftir einhver ár, en mér fannst t.d. nokkuð slappt að sjá svona yfirgefin verslunarhúsnæði við hliðina á Burger King stað sem var líka lokaður svona alveg ofan í miðborginni - eitthvað svona sad ástand þarna að þessu leyti og ekki mjög spennandi. Hins vegar var gaman að sjá Inner Harbor svæðið, við fórum á Philip's Seafood Restaurant og þar smakkaði ég ágætis krabbakökur, en ég var ómögulega í stuði fyrir að borða heilan krabba sem líka var hægt þarna. Ég prófa það bara næst. Maginn á mér var í mesta jet-lagginu svo ég lagði ekki í að fá mér ekta ameríska prime-rib nautasteik, uppáhaldsmatinn minn, hálfgerð spæling svona eftir á, en það verður bara eins og með hitt... ég fæ mér svoleiðis næst bara. Jæja nú þarf ég að fara að drífa mig í sturtu því ég þykist ætla í söngtíma núna. Hey já, ég fékk versta flugvélamat sem ég hef nokkurn tímann fengið í fluginu áðan, svona ótrúlega þurra gúmmíkjúklingabringu með gráu ofsoðnu grænmeti og æpandi gulum grjónum. Vá hvað hann var vondur. Maturinn úr Flugleiðaeldhúsinu er nú alveg fínn finnst mér yfirleitt, en ekkert æðislegur, en ég saknaði hans sko þarna. Jæja best að hlusta á nýja geisladiska og drífa sig í sturtu.
|
|