| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, febrúar 14, 2003 :: Í gær fann ég á mig voða sæt pils, eitt grænleitt með mynstri og hitt svona svart með bleikum blómum! Ég var ekkert smá ánægð að eignast einu sinni semi-kvenlegar flíkur. Sumarfílingurinn var allsráðandi og ég horfði á Sex and the City í blómapilsi og hælaskóm, mjög viðeigandi. Í kvöld verð ég enn einu sinni að finna mér eitthvað til áts, ég held ég sé hætt að nenna að borða þennan kjúkling. Hann þjónaði sínu hlutverki samt mjög vel, ég endaði með að borða þrælgóða samloku úr afgangnum sem var svona: Ein ný brauðsneið með Maille Dijon mayo, salati, fínt skornum rauðlauk og kjúkling, toppað með ristaðri brauðsneiðmeð örlitlu venjulegu mayonesi. Þetta jafnaðist á við aðkeypta massadelí samloku, svo ég átti ekkert bágt að borða svoleiðis í kvöldmat aftur og aftur. Jamm ég á þetta til. Ég get alveg eldað líka. Ég er samt miklu flinkari í að borða. Meistari jafnvel.
|
|