[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Gleðileg jól! Núna er fyrsta svona ekta jólasnjókoman sem ég sé í vetur, svona stór fluffy snjókorn sem svífa til jarðar. Ég hlakka til að sjá útlenskt vetrarland, þótt mér skiljist allt hafa verið í volli undanfarið vestanhafs. Í Maryland þangað sem ég er að fara, til Baltimore, lokuðust flugvellir og vegir og fólk sem hafði ætlað sér að kíkja bara svona í helgarferð komst hvergi, en hótelin framlengdu víst helgartilboðsverðin og þjöppuðu strandaglópum inn eins og hægt var. Á einum stað las ég að hótelstarfsmaður hafði fundið opna verslun, farið og verslað 9 DVD myndir og opnað ráðstefnusal og boðið liðinu í bíó, enda allt lok og læs. Síðan voru krakkar á leik fyrir utan stór hótel og haft var á orði að tæpast hefði oft komið fyrir að svo margir snjókarlar hefðu prýtt garða ráðstefnuhótelanna í bænum. Ekki það að maður hafi ekki upplifað svona stemmingu, vonandi gengur veðurspá eftir svo í það minnsta maður komist út... já og af landi brott. Allt í einu lítur þessi jólasnjór ekki jafnskemmtilega út. Eiginlega má ég ekki lenda aftur í því að snjóa inni á Íslandi þegar ég er á leið í frí, eitt skipti er alveg nóg. Kannski maður ætti að gera eins og Ozzy, garga á náttúruna. Snilld að sjá Ozzy Osbourne gargandi á hafið þegar sjávarföllin ætluðu að eyðileggja varðeldinn hans á stöndinni "STOP, STOP YOU MOTHERFUCKING OCEAN!"
:: geimVEIRA:: kl. 10:56:: [+] ::
...