| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, febrúar 26, 2003 :: Ég verslaði, sem dæmi um tónlist sem ég uppgötvaði bara í gegnum muzik.is sálugu 7 diska núna úti bara út á kynni mín af henni þarna, meira að segja þrjá með Brooklyn Funk Essentials sem ég hefði aldrei kynnst nema þarna inni. Það er gott og blessað að velja eigin tónlist ofan í sig, en það er enn skemmtilegra að hafa fjölbreytnina inni í þessu, ég er þegar farin að sakna Loop Troop og íslensku rapplaganna misgóðu, hvar annars staðar heyrir maður Jagúar spilaða við hliðina á Depeche Mode, L.L. Cool J og Jill Scott, með sænsku og íslensku rappi í bland við amerískt hip-hop? Hvar ? Hvar?
|
|