| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, febrúar 06, 2003 :: Ég var að lesa andleysisblogg hjá Ernu og það rifjaði upp fyrir mér hvernig öll menntaskólaárin voru hjá mér. Mér leið ömurlega í menntaskóla, ég eltist við að fara í bekkjakerfi til að kynnast fólki þar sem ég var að koma utan af landi, til þess eins að lenda fyrsta árið í bekk sem einungis 30% krakkanna héldu áfram upp í næsta bekk, næsta vetur lenti ég í algerlega nýjum hópi, og enn öðrum á þriðja árinu að ég fór í bekk sem var ekki sundurlaus og hélst saman út námstímann, fullur af fínum krökkum en samt náði maður ekkert að kynnast þeim að ráði, enda þau þegar búin að mynda tengsl sín á milli t.a.m. um haustið var búið að frátaka öll sæti nálægt stelpnahópnum, svo ég sat ein aftast í strákahóp og fílaði mig slétt illa. Ég sé enn þann dag í dag svakalega eftir því að hafa ekki farið í annan skóla sem ég hefði einnig léttilega komist í, eina sem ég tek með mér frá þessum árum er að lífið er of stutt til að vera í þunglyndi og kvíða yfir markmiðum sem maður er ekki einu sinni viss um að maður vilji ná og koma sér ekki fram úr rúminu. Ha ég, mæta seint í skólann?? Skil ekki stundum hvernig ég komst fram úr rúminu. Ég sé ekki eftir því að hafa bara gert það að markmiði mínu eftir menntaskólann að vera "happy" í því sem ég væri að gera, eina sem ég upplifði "happy" tengt skólanum var að ég mannaði mig upp í að taka þátt í söngvakeppnum og gekk sæmilega, svo ég ákvað bara eftir skólann að tékka betur á söngnum. Núna þegar maður horfir fram á að missa vinnuna, fer maður að spá í öll þessi "if onlys". Ég t.d. valdi skólann sem ég valdi fram yfir þann sem ég hefði líklega átt að fara í, vegna eðlisfræðikennslunnar í honum, þar sem stefnan eftir grunnskóla var á flug, læknisfræði eða get this: sound engineering. Nema að þá vissi ég ekki nafnið yfir það, en vissi að ég þyrfti örugglega eðlisfræði í það, hana var ekki hægt að komast í fyrr en á 3. ári en þá var ég endanlega búin að missa móðinn. Eðlisfræði er eina fagið sem ég síðan féll í á stúdentsprófinu. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár að taka eðlisfræði utanskóla bara út á þrjóskuna og til að bæta fyrir þessa vitleysu alla, fyrir utan að það væri gaman. Ef ég væri ekki í tónlistarnáminu hefði ég gert það í haust, kannski maður tékki betur á þessu í ár - or not.
|
|