| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, febrúar 27, 2003 :: Ég gleymdi að blogga um flipp mitt í Osh-Kosh í USA. Ég keypti geðveikt sætt dress á kríli söngkennara míns bara svona upp á djókið. Ég er að spá í að fara með þetta bráðlega. Það var eins og allt - ótrúlega ótrúlega ódýrt m.v. hérna, síðan er svo gaman að skoða í svona búðum, maður á aldrei erindi í svoleiðis. Ein snilld úr Baltimore ferðinni var að í hráslaganum var ákveðið að taka stuttan sightseeing hring bara með leigubíl, bara svo maður væri búinn að sjá yfir. Fengum við þá þennan líka fína Indverja sem búið hafði í Baltimore í tæpt ár og las með alveg heavy indverskum hreim bara á öll skiltin sem við sáum hvort sem var... ég var alveg að springa úr hlátri fyrst, enda vissi hann greinilega mjög lítið um borgina en gerði eins og hann gat blessaður. Hann sagði að það væri mjög margt fólk á Indlandi, allt of mikið fólk, ekki miklar fréttir þar semsagt. Á leiðinni út fékk ég síðan að beita pólitískum fimleikum þegar hann spurði okkur hvort Íslendingar vildu fara í stríð við Írak. Ég kvað það bara mjög umdeilt efni, vippaði mér út og fór og fékk með Budweiser af krana.
|
|