| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, febrúar 13, 2003 :: Ég er ótrúlega oft langt á eftir í að fíla tónlist. Ég var að uppgötva RedHotChiliPeppers ca 3 árum á eftir flestum, sama má eiginlega segja um U2 á sínum tíma, að vísu er ég stundum langt á undan öllum öðrum sem ég þekki t.d. með Erykah Badu, Jamiroquai og Jill Scott. En undanfarið hef ég verið að uppgötva WAY OLD stuff sem er snilld, búin að uppgötva Roni Size, Thievery Corporation og Dj Shadow sem dæmi, en surprise aldarinnar hjá mér er samt eiginlega að vera farin að fíla hljómsveit sem ég hef vitað af síðan ég var 10 - 11 ára en aldrei fílað. Freaked me out for years reyndar, því meðlimirnir eru undarlegir útlits, sér í lagi einn þeirra sem náði að fríka mann út meira að segja á þeim tíma þegar maður var með BRAVO plaköt af mönnum með sítt að aftan og varagloss upp á veggjum. Núna veit ég meira að segja að hann heitir Martin Gore, og er bloody genius. Hann má alveg vera spúkí og ljótur fyrir mér, en djöfull hefur hann samið mörg solid lög. Ég er farin að fíla Depeche Mode. Núna er spurning að setja alla sem ég fíla í eitt allsherjar rehab, djöfull hafa margir verið í, eða eru í, dópinu. Depeche Mode skal sko passa sig því ég yrði illa pissed ef ég fengi ekki meiri tónlist frá þeim. Nógu sárt er að sjá Jamiroquai vin minn vera að missa allt niðrum sig. Ég verð überreið að sjá svona geðveika talenta drulla yfir sjálfa sig með svona vitleysu. That said, þá finnst mér alveg kostulegt að horfa á the Osbournes. Sjá Ozzy sitja með riðu, skjálfta og dautt augnaráð en húmor dauðans: "It could be worse. I could be Sting!"
|
|