| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, febrúar 12, 2003 :: Ég er alveg búin á því af svefnleysi og slappheitum þetta veður virðist alltaf vera háværast á nóttunni þegar ég ætla að sofa. Í gærkvöldi batt ég niður grillyfirbreiðsluna með forláta sippubandi sem ég fann í þvottahúsinu. Annars hefði ég vel trúað henni til að vera komin lengst út á haf og jafnvel grillið með. Ég er með nákvæmlega zero drive núna. Í gær eldaði ég mér samt mat. Hvernig eldaði ég mér, spyrðu? Ég nuddaði kryddi á kjúkling og henti inn í ofn. Drattaðist svo til að kíkja á hann eftir 70 mín og ákvað að hann væri tilbúinn og át. Með hverju, spyrðu? ENGU. Af hverju ekki, spyrðu? Af því að ég NENNTI ekki að búa mér neitt til með. Síðan í munchie kasti með sjónvarpinu boraði ég Cheerios upp úr kassanum. Ef ég var ekki bloody epiphamy of spinchterhood í gær, bíðið þá eftir því þegar ég í kvöld ( og væntanlega líka annað kvöld) borða þennan sama kjúkling áfram upphitaðan, með engu meðlæti, nema ég geti mannað mig upp í að opna dós af niðursoðnum maís til að hafa með. Í kvöld, þar sem húðin á mér er officially farin í spað verða einhverjar neyðaraðgerðir á fegrunarsviði framkvæmdar. Í kvöld mun ég því læra heima, éta þennan upphitaða kjúkling, fara í massíva húðhreinsun og lapparakstur, og glápa á ER. Ó já, talið bara við mig um glamúr.
|
|