[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það er alveg merkilegt að mér virðist alveg fyrirmunað að skoða blogg í heimatölvunni, ég held að það sé Nortoninn sem er eitthvað ósáttur, ég er búin að prófa allskonar stillingar en ekkert gengur, ég fæ bara bloody auglýsinguna efst og ekki meir. Sucks ass.
Helgin gekk svakalega rólega fyrir sig. Ég með mína eilífðarhálsbólgu gat ekkert æft mig að syngja eða neitt og náði að sofa ótrúlega lengi án þess að verða úthvíld. Eða allavega eru 14 tímar af svefni ekki eitthvað sem ég kannast við að ná oft, a.m.k. ekki eftir nákvæmlega enga hreyfingu, álag eða djamm. Eða álag? Kannski er þetta eitthvað outlet á stressi, í það minnsta á nú atvinnumissir að skora sæmilega hátt á stresslistanum. Samt þvílíka tímasóunin fyrst maður vaknar síðan eiginlega bara þreyttur. Síðan dreymdi mig svo furðulega. Einn draumurinn gekk út á að ég var með krabbamein. Annar að ég átti barn og ég fékk einhverja leynigreiðslu, sem fyrrverandi undirleikarinn minní skólanum afhenti mér ávísun, svona styrk upp á $700.000,00 sem ég var voðalega fegin að fá, og enn fegnari þegar ég heyrði að það væri í dollurum og einhver karl sem ég bjó með vildi endilega kaupa Benz.
Ég þvoði helling af þvotti um helgina en nennti engu öðru, ekki einu sinni að elda. Ég bjó mér til krabbasalat og át það ofan á ristað brauð alla helgina. Það þýðir að matarræði mitt hefur samanstaðið af brauði og áleggi af einhverju tagi í heila viku. Nú held ég að maður fari í öfgana á hinn veginn - mig langar örugglega í nautasteik eða eitthvað álíka í kvöldmatinn. Ég vildi að ég kynni ótrúlega góðar uppskriftir að ótrúlega hollum og góðum mat sem maður nennti að útbúa fyrir einn - auglýsi hér með eftir svoleiðis.
:: geimVEIRA:: kl. 10:08:: [+] ::
...