[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Subway saga í anda Katrínar.is Ég upplifði núna í þriðja skiptið á nýja Subway staðnum í JL-húsinu, að ég fæ þjónustu dauðans. Það tók 20 mín frá því ég fór inn og þar til ég var á leiðinni heim. Mér líst nú ekkert á þennan rekstur hjá þeim, ef þetta á að vera svona, því ef þeir á þessum krítíska tímapunkti þegar þeir eru að koma inn á nýtt markaðssvæði geta ekki séð sóma sinn í að hafa reynt fólk í nægilegum fjölda á vakt, þá geta þeir gleymt þessu. Fólk lætur ekki bjóða sér það á "skyndi"bitastað að það sé fljótlegra að fara heim og elda sjálfur matinn. Þarna er líka svoleiðis svakalega vanhæfur starfskrafur að ég bara næ því ekki að hann sé þarna ennþá síðan síðast þegar ég fór. En þá, einmitt eftir 10-15 mín bið í röð, sá ég hann setja á sama bátinn saman túnfisksalat og álegg fyrir Sterkan Ítalskan bát eða einhvern viðbjóð og þurfti yfirmanneskja að skafa þarna salatógeðið af hinu dótinu (engum datt í hug að bjóða kúnnanum bara nýjan bát), síðan var hann eins og slow-motion bíómynd - ok að hann væri nýr og þyrfti að lesa uppskriftirnar til að vera viss á bátana, en síðan hafði hann ekki í sér fyrir fimm aura að vera vakandi. Síðan var hann að slow-móast við að taka brauð úr ofninum og blabla, nema hvað að síðan staflaði hann ofnskúffunum upp á skáp þarna á þann hátt að þetta var eins og skakki turninn í Pisa og var ég farin að hafa áhyggjur að þetta hryndi á starfsfólkið, þegar hann toppaði sig gersamlega og skellti tveimur brettum í viðbót. Ég bara treysti mér ekki til að fara að skipta mér af þessu enda var ég orðin svo fúl á biðinni, að ég treysti mér ekki til að fríka ekki á staðnum þarna. Nema hvað, þegar ég síðan eftir 20 mín er búin að borga heyri ég geðveik læti, þá hrundi allt draslið niður þarna, (á þessum tímapunkti vonaði ég að strákfíflið hefði fengið þetta í hausinn bara). Nema hvað þegar ég kom þarna í kvöld, þá var þetta 13 mín í röð, og 7 mín frá því ég pantaði. Þegar komið var að mér að panta, fer þá ekki gaurinn í að stafla brauðum, nema hvað þar sem hann er að hreinsa af brettinu færir hann slatta af brauðum bara berhentur, þar sem þessi gaur hefur ekki þann stimpil í mínum huga að hann kunni að nota sápu, missti ég gersamlega lystina á því að fá mér brauð á bátinn sem ég hafði fyrst ætlað að fá ( hafði ekki lyst á þessu ákáfaða brauði þarna) svo ég varð að breyta minni pöntun (því ég sá að ég myndi annars fá akkúrat þetta ákáfaða brauð), og valdi aðra tegund, en síðan var það brauð við það að vera brennt, svo ég varð að velja þá þriðju, síðan setti hann meira salat en ég veit að á að vera, og lét síðan bara bátinn liggja þarna, og tók næstu pöntun, síðan lágu þarna 4 bátar sem enginn sinnti frekar, þar til stelpa sem hafði verið í öðru kláraði 4 báta á undan mínum, og fór að taka við greiðslu fyrir þá. Þá fyrst vaknaði gaurinn, enda komnir 5-6 bátar bara með áleggi en engu grænmeti. Þá tók ekki minni snilld við, því hann skellti eðlilegu magni af því sem ég bað um ( ég vildi allt grænmeti) nema papriku sem hefði komist fyrir á einni matskeið, þegar ég bað um meira, þá fór gaurinn í ílátið sem hún var í, og í var meira en nóg til að klára 2-3 báta í viðbót, tók upp ílátið og fór á bakvið til að sækja meira. Þarna stóð ég síðan og beið og gat nú ekki annað en svona dæst (þótt það væri ekki nema til þess að stelpan tæki nú eftir þessu - því hún var allt í lagi) og þá ætlaði hún að klára bátinn, en þá var þessi litla paprika sem þó hafði verið eftir náttúrulega enn á bakvið með stráknum. Þetta var fáránlegt. Greinilegt að hann hafði ætlað að stiffa mig um paprikuna af því hann nennti ekki að sækja meira. Ég stóðst nú ekki mátið og spurði hana greyið hvort það væri reglan að það væru bara tveir að afgreiða á þessum tíma, hún sagði "Nei" voðalega vandræðalega (þarna hefði hún getað beðist afsökunar í það minnsta á töfinni) en þegar hún gerði það ekki, sagði ég henni að þetta væri í þriðja skiptið sem ég kæmi þarna og þyrfti að bíða í 20 mín. Hún greyið gat náttúrulega ekkert sagt við því, enda ekkert hennar sök að hennar yfirmenn skipuleggja þetta ekki betur. Þar sem ég hef mikinn áhuga á svona markaðs- og gæðastjórnunarmálum gagnvart kúnnum, hef ég litla trú á að þessi frammistaða hefði skilað öðru en falleinkunn ef ég hefði t.d. verið franchise-skyndikönnunaraðili. Ég kom þarna að verða 19:10 og fór um 19:30 út, ekki með bátinn sem ég ætlaði að fá af því að mér út af broti á hreinlætisreglum keðjunnar, djöfull myndi ég alveg fíla að bösta svona dæmi fyrir stór franchise og fá borgað massa pening fyrir.
:: geimVEIRA:: kl. 02:39:: [+] ::
...