[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Spæling.is Í öllum húsgagnaflutningunum um helgina skapaði ég pláss fyrir píanóið, sem hefur setið eitt í herbergi - en ég þarf að fá fram í stofu. Þá tók annar vandi við, því það er stórt og þungt og á stofunni er parket sem myndi skemmast ef því væri rúllað bara á stálhjólunum sem undir því eru, þannig að það verður að lyfta því complet upp og setja niður. Ég sá því að það myndi þurfa hjálp sérfróðra manna með réttu græjurnar, og útvega s.k. skálar undir hjólin. Ég tékkaði í hádeginu á verði fyrir píanóflutning milli herbergja og er svona smá sjokkeruð eftir það. Verðin eru á bilinu 5 - 8.000,- kr. fyrir að flytja svona 5 - 6 metra til. Ég hafði í bjartsýni gert mér vonir um kannski 3.000,- kall max. Síðan er það orðið nokkuð falskt enda ca 4 ár síðan það var síðast stillt (úff I know!) en þar sem það þarf að flytja það til, tekur því ekki að stilla það fyrr en það er komið inn í stofu, svo ég hringdi að gamni og tékkaði á því hvað það myndi kosta. Það eru 10.000,- kr. fyrir stillinguna (var ca. 6-7þús fyrir 4 árum minnir mig). Einu góðu fréttirnar voru að þessar skálar undir hjólin munu kosta 1.000,- samtals væntanlega. En 16 - 20 þús. kall fyrir að fá píanóið þangað sem ég vill fá það og í góðu standi - fjandakornið, ég átti ekki von á því.
:: geimVEIRA:: kl. 14:28:: [+] ::
...