[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Í gær sofnaði ég út frá hugljúfum fræðsluþætti á BBC um rannsóknarmiðstöð réttarmeinafræðinga o.fl. sem á "léttu nótunum" hefur verið kölluð "The Body Farm". En þar fara einmitt fram skemmtilegar rannsóknir á mannslíkömum og hinum skemmtilega heimi rotnunar hans. Þar hafa vísindamenn stórt landsvæði þar sem þeir planta mannslíkum ofan í jörðina, hálfvegis ofan í jörðina, undir sement, á berangri o.s.frv. til þess að rannsaka áhrif margvíslegra umhverfisþátta á rotnun og tíma hennar.
Síðan var í þættinum lík nr. 50310 sett út í skóg, karl um sextugt, síðan var beðið eftir að náttúran tæki yfir. Ég þoli nú hreinlega vel flest í sjónvarpi, en að fá að horfa á maðkana klára andlitið inn úr munni og nösum, hreinsa augntóftirnar o.s.frv. var ég farin að líta bara af skjánum, síðan var sýnt hratt hvernig líkið þandist, og þar sem mallinn á karlinum sprakk ekki, fengu áhorfendur að sjá annað lík þar sem mallinn sprakk. Síðan kom í ljós að rannsóknarfólkið þekkti þennan karl ágætlega, þá var þetta voða hress karl sem gaf líkama sinn í þágu vísindanna. Þetta er mjög athyglisvert hinsvegar finnst mér. Mjög mikilvægt að þessum rannsóknum sé sinnt, enda upplýsingarnar ómetanlegar við rannsóknir dauðsfalla. Samt svona spurning hvort þetta er skemmtilegast fyrir svefninn svona. Mig dreymdi allavega svakaflottar sakamálasögubíómyndir, með ýmsum frægum leikurum og tókst meira að segja Söruh Jessicu Parker fasta í lyftugöngum og síðan á rannsóknarstofu að eignast hvert vanskapaða barnið á fætur öðru (creepy).
Ég er mikið á því að gefa blóð, gefa líffæri eftir að maður deyr og allt svoleiðis. Ég væri alveg til í það. En eitthvað væri ég lítið til í að láta mynda mig svona ormétna úti í móa, eða þá að láta læknanema kryfja mig í öreindir og fá aldrei að "sameinast" jörðinni. Ég held að þetta sé ekkert vitlaus hugmynd að láta bara kroppa allt það nýtilegasta úr sér og skella manni síðan sex fet undir. Hey !! Ég er illa pissed að Stöð 2 er ekki að sýna Six Feet Under lengur. Urr.
:: geimVEIRA:: kl. 12:37:: [+] ::
...