| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, janúar 02, 2003 :: Ég hafði það voðalega gott um áramótin. Var reyndar lítið sofið og mikið planað, það var matarboð heima hjá mér, svo það var lítið frí síðustu tvo daga ársins en mjög gaman. Ekta amerísk kalkúnamáltíð með sweet potatoes og cranberry sauce og the works, þetta tókst stórvel og ég skemmti mér í það minnsta mjög vel, þrátt fyrir hið árlega anti-climax áramótanna, þegar geimVEIRAN vill meira geim en aðrir. Ég get nú ekki verið ein um það, þetta hefur verið svona á hverju einasta ári frá því ég veit ekki hvenær, eitthvað svona væntingaflopp, ég var í banastuði og hreint ekki á því að partýið væri búið kl. hálfþrjú á áramótanóttinni, en þá fóru einmitt gestirnir, en það var líka allt í lagi því mitt fólk var líka í banastuði og við fengum nýtt holl af gestum, sem voru í banastuði líka og tjúttuðum fram undir morgun eins og vera ber. Ég horfði síðan á endursýninguna á Kryddsíldinni í gær og hló mig máttlausa yfir stuðinu og látunum á liðinu... "Þú ert dóni!", "...þú ert sjálfur dóni!". Þessi kosningavetur verður frábærlega skemmtilegur. Síðan fór familían í mat til ömmu og át enn einu sinni yfir sig og hafði það gott. Mér tókst síðan að steinsofna yfir Crouching Tiger, Hidden Dragon, sem ég ætlaði alls ekki að missa af... (mikið eins og ég sofnaði yfir Dancer in the dark í fyrra) ég enda með að verða að taka þessa mynd á vídeó, en ég fór aldrei á hana í bíó á sínum tíma.
|
|