| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, janúar 14, 2003 :: Ég fór í gær á þennan rýnihópsfund um 10-11, og sat þar í hóp með alls kyns fólki í herbergi sem var böggað og með svona spegli sem sést í gegnum. Okkur var tilkynnt að þar á bakvið sætu einhverjir spekúlantar og þar væri myndavél og við yrðum tekin upp. Síðan kom einhver svona "æi þið eruð svo vitlaus" útskýring á því, eitthvað með handritagerð fundarins að gera. En þegar sá bíómyndayfirheyrslufílingur minnkaði urðu allir bara mjög hressir og höfðu margt og mikið að segja um verslunarkeðjuna. Einn alveg elskaði 10-11 annar var alveg yfirmáta hneykslaður hvað þetta væri slappt og dýrt. Hinir voru svona einhvers staðar þar á milli. Í það minnsta fékk keðjan mörg góð komment frá hópnum held ég, nú á maður eftir að fylgjast með hvort þeir fari strax að taka sig á, t.d. hvað varðar áfyllingarnar. Ég fór reyndar í dag í 10-11 og þar var mjög vel fyllt á allt - spurning hvort verslunarstjórarnir hafi setið þarna bakvið glerið.
|
|