| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, janúar 28, 2003 :: Ég fékk píanóið stillt í gær og endaði náttúrulega með því að glamra frá mér allt vit í gær þegar ég kom heim úr skólanum, enda slapp ég fyrr heim þar sem hrynþjálfunartíminn féll niður. Ég næ þessari tónheyrnar einkunn ekki bara, ég er rosa ánægð með þetta. Jólaprófseinkunnirnar sem ég er komin með hingað til eru þá: Hljómfræði 8,7 - tónheyrn 9,25 - söngvinnubúðir 9,5 (var ekki próf í því samt), og svo stigsprófið 9,5. Ég á eftir að fá fyrir hljóðtækninámskeiðið og hrynþjálfunina, en hún mun breytast víst eitthvað þar sem kennarinn verður að hætta og eftir er að finna út úr því, svo mig grunar að í henni verði bara gefin einkunn í vor.
|
|