| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: miðvikudagur, janúar 08, 2003 :: Ég bjó til döðlubrauð í gær og horfði á síðasta Six Feet Under þáttinn í seríunni, ég vona að það verði ekki gert hlé núna á sýningum, þessi þáttur er algjör snilld. Annað sjónvarpsfyllerí í kvöld væntanlega. Ég hef ekkert nennt að æfa mig fyrir tónheyrnarprófið, ég sem ætlaði að vera svo dugleg, úff. Á morgun fer ég í fyrsta tíma eftir jól og á þá að fá út úr hljómfræðiprófinu mínu, það verður nú eitthvað skrautlegt! Ég veit eiginlega ekkert hvernig mér gekk í því, mér fannst þetta svona ok í sjálfu prófinu en síðan þegar ég var að spjalla við krakkana eftir á, kom í ljós ein og önnur steypa sem ég var í, svo þetta verður eitthvað bump held ég á morgun.
|
|