[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Fyrsta grillveisla ársins að baki Þá er ég búin að fagna þessu vori með því að grilla úti! Það er alltaf gaman að grilla, þetta tókst þrælvel bara, við grilluðum kjúkling, síðan voru bakaðar kartöflur, salat og maísstönglar eins og vera ber, síðan gerði ég heiðarlega tilraun til að búa til desert með banönum sem átti að flambera í lokin en það klúðraðist smá svo enginn eldur kom upp, en hann bragðaðist samt mjög vel. Ég er enn að læra á grillið, eða allavega á viðarkolin, þau eru frekar erfið í notkun en langbest, þegar maður kemst upp á lagið með þetta. Ég verð bara að vera dugleg að grilla í ár!