[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þegar ég í próflestarletikasti breytti layoutinu á stofunni heima hjá mér og dreif í að láta færa píanóið fram og stilla það og allt saman, flaug mér í hug: "já nú breytist bara eitthvað í lífi mínu" - pælingin. Little did I know.
Í dag, eftir rúmlega átta ára starf var mér sagt upp starfinu mínu, þar sem verið getur að fyrirtækið sé að hætta. Þar sem ég hef aldrei lent í þessu áður var ég eiginlega hissa hvað ég eiginlega er ekki tjúlluð yfir því. Fyrir utan náttúrulega fjárhagshelvítið sem maður mun drukkna í ef ég finn ekki starf innan 3ja mánuða, þá er ég nokkuð sátt svona deep deep down. Það var ekkert nýtt eftir fyrir mig að læra þarna í sjálfu sér svo ég vona að ég geti eitthvað fundið skemmtilegt að gera.
Ég er verri í hálsinum en í gær - hversu vel maður nær að slappa af og komast í mikið stuð til að gefa af mér allt sem ég get á morgun á eftir að koma í ljós. Wish me luck.
:: geimVEIRA:: kl. 21:46:: [+] ::
...