[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þrátt fyrir að mér væri tjáð hjá Íslandssíma að skráð væri í kerfið hjá þeim að búið væri að laga adsl-ið, þegar ég hringdi um daginn, var þetta enn bilað. En hinsvegar var "missed call" á farsímanum mínum, sem ég gleymdi heima í gær, þá hafði tæknimaður hringt um daginn, en þá var bilunin sem er rakin til þess að Landssíminn var að flytja númerið mitt milli símstöðva enn til staðar og þurfti að fara í boxið í húsinu hjá mér líka. Þessi tæknimaður lofaði að þetta yrði gert í dag - svo nú er bara að bíða og sjá.
Síðan til að staðfesta ást mína á uppáhaldsfyrirtækinu mínu, var bilun í símkerfinu þannig að það kom á tali þótt ekki væri á tali hjá fólki. Verandi masókistinn sem ég er hringdi ég í þjónustuborð Landssímans og ætlaði að tala við bilanir, enda tæpast tilviljun að adsl væri komið í klessu, ekki væri hægt að hringja í mig, verið væri að færa símanúmerið mitt milli stöðva um leið og Landsíminn væri að grafa og potast í tengiboxum í götunni hjá mér... og viti menn?! Ég fékk enga aðstoð, fékk bara þessa standard "Jájá, ég sé að þú ert með fast forval hjá Íslandssíma og þá er EKKERT sem við getum gert!" - og... "Nei, þú getur ekki talað við bilanadeild því hún lokar kl. 22". Hvernig Landssíminn fær það út að símkerfi geti bara bilað á daginn, eða að fólk þurfi ekki að nota símann eftir kl. 22 á kvöldin, veit ég ekki. En ég veit það að á þeirri SEKÚNDU sem mér býðst fastlínutenging annars staðar mun ég kaupa þá þjónustu. Ég bendi á að tæknimaðurinn sem ég hafði talað við hjá Íslandssíma (sem ég sá númerið hjá í númerabirtinum) hann var ekkert lengur á vakt, en var boðinn og búinn að segja mér hvað málið hefði verið og hvernig þeir ætluðu að reyna að leysa þetta, og hann var ekki einu sinni í vinnunni! Þvílíkur munur!
:: geimVEIRA:: kl. 10:29:: [+] ::
...