| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, nóvember 11, 2002 :: Jæja, þá er helgin búin. Á föstudagskveldið bauð ég frænku minni í mat, það varð bara ljúfasta kvöld, við kjöftuðum og borðuðum thaílenskt grænt karríi (af nýja stellinu sko) sem heppnaðist ágætlega og drukkum með súpergott ástralskt Gewurztraminer Riesling hvítvín frá Rosemount Estate (sjáið hvað ég er séð - nú þarf ég ekki að muna sjálf hvað þetta hét þegar ég kaupi þetta næst kíki bara hingað inn). Á laugardaginn gerði ég hreint ekki neitt nema að sofa, ótrúlegt hvað maður getur sofið mikið þegar maður er langþreyttur. Í dag var líka letilíf á mér, eiginlega aðeins of mikið, því ég gleymdi að læra heima. Úps!
|
|