| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, nóvember 21, 2002 :: Ég var að koma úr Háskólabíói, þar sem hljóðtæknibekkurinn mátti vera við æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sálarinnar hans Jóns míns, en hljóðtæknikennarinn okkar sér um "soundið" í salnum á tónleikum sem þessar hljómsveitir halda saman í kvöld og næstu kvöld. Það var rosagaman að sjá þetta og fátt meira hressandi svona á morgnana en að hlusta á heila sinfóníuhljómsveit og popphljómsveit blasta svolítið. Ég hefði viljað komast á tónleikana líka, en það er víst uppselt á þá alla. En það var í það minnsta mjög gaman að sjá hvernig þetta allt er uppsett og pælingarnar í þessu, þetta er þrískipt dæmi því fyrir utan að passa upp á hljóðblöndun í salnum sjálfum, verður þetta tekið upp og gefið út á plötu, svo þar þurfti að hljóðblanda sér og er tækjabíll RÚV fenginn að láni, síðan þarf líka að passa upp á monitorana á hljómsveitina sjálfa, og ó boy! Sinfónían er STÓR!!! Margir mækar, margar tengingar, mikið gaman, mikið grín. Þetta verður örugglega mikið fjör hjá þeim.
|
|