[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég hef komist að því að mér er gersamlega fyrirmunað að versla inn til lengri tíma. Nýjustu afföllin eru þessir fínu kjúklingavængir sem ég er búin að vera á leiðinni að búa til hotwings úr, greinilega aðeins of lengi, því þeir eru útrunnir. Aðalböggið við þetta er líka að ég tafðist með að elda þá því mér finnst ómissandi að hafa með sellerístilka, en þeir sem fengust í búðinni þegar ég verslaði vængina voru bæði ljótir og dýrir, síðan þegar ég kom heim með fínt sellerí eru vængirnir alveg búnir á því. Lýsi hér með eftir góðum selleríuppskriftum?!
Maður ætti kannski að kaupa aftur vængi ég fæ þá allavega hotwings eins og mig langaði í, en ég held að ég verði að hætta því að versla fram í tímann ég er endalaust að henda útrunnum varningi, ef ég ætla að hafa hotwings verð ég bara að fara beint út í búð sama dag.
Ég kvíði hljómfræðitímanum sem er í dag. Ég var alveg úti á túni síðast, gat ekki neitt í neinu sem við vorum að gera. Við áttum að spila brotna hljóma, en síðan flækti kennarinn þetta um 300% og lét okkur spila bæði upp og niður upp frá öðrum hljómnótum en grunntóni, ég var alveg týnd, enda var þetta svo hratt líka. Ég er mikið að spá í hvort það hafi verið rugl að ætla frekar að glamra þetta á píanó en syngja, samt ég get ómögulega séð hvernig maður ætti að geta hitt alltaf á sjöundir syngjandi, a.m.k.ekki nærri því strax, en ég er heldur ekkert góð á píanóið allavega ekki nógu til að meika þetta. Æm fecked æ tell'ya!
:: geimVEIRA:: kl. 11:39:: [+] ::
...