[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er búin að vera of spæld til að blogga. Á föstudaginn var, fór ég með pápa til að hjálpa honum við tölvukaup, eftir að við höfðum legið yfir tilboði sem fól í sér ágæta vél, með 40gb hörðum diski, 256 DDR minni, 40x skrifara , en sem við ætluðum að bæta við minni í, dvd-drifi og stækka skjáinn. Pretty simple eigh? Nema hvað í búðinni var allt í einu komið nýtt tilboð og núna 20 þús kalli ódýrara, sem við vildum upplýsingar um í hverju sá mismunur lægi. Var okkur þá tjáð að það væri einungis móðurborðið sem hefði verið flottara í hinu tilboðinu, en það hefði hækkað svo að þeir hefðu orðið að lækka verðið. Þar sem foreldrar mínir þurfa nú kannski ekki besta og flottasta örgjörva sem til er, hljómaði þetta kannski ekki svo slæmt. Þegar hinsvegar var búið að velja skjá (17" kristalsskjá svakaflottan) var sest niður til að ganga frá þessu. Þá fyrst byrjaði ballið, þá kom í ljós að meira og minna allt sem var skrifað á tilboðsblaðinu nýja og var í tölvukerfinu var rangt, á því stóð að minnið væri SDRAM en ekki DDR (sem mér hafði fyrr um vikuna verið tjáð að væri helmingi hraðvirkara) - en sölumaðurinn fullyrti að það væri villa, á blaðinu stóð að nýtt 512 DDR kostaði 4.400 kr. sem var rangt, það átti að kosta 12.900,- svo þetta tók með allri yfirferð og veseni 2 tíma, en á endanum löbbuðum við út með kvittun (en enga tölvu því það átti að taka 2 daga að afgreiða hana) upp á tölvu.
2 tímum áður en sækja átti tölvuna var haft samband og kom þá í ljós að sölumaðurinn var búinn að steikja þessa sölu þvílíkt að þeir gátu ekki afgreitt þessa vél þar sem svona vél væri ekki til. Vesenið með minnið hafði verið rétt eftir allt saman í tölvunni, og vitlaust hjá sölumanninum, og nú var "okkur boðið" að "fá endurgreitt" eða fá vélina með SDRAM, þegar ég spurði hvers vegna við fengjum ekki bara DDR minni í vélina þá kom upp úr krafsinu að móðurborðið studdi það ekki einu sinni. Hinsvegar átti að "bjóða" okkur að fá vélina með þessu helmingi hægvirkara minni OG "bjóða" okkur semsagt vél með verra móðurborði en við höfðum þegar borgað fyrir. Þegar ég benti á að m.v. að það hefði verið næstum 10 þús kr. verðmunur á einum 256mb kubb úr SDRAM yfir í DDR minni og við hefðum keypt tvo og þarmeð hlyti vélin að eiga að lækka um tæp 20 þús. plús síðan að móðurborðið hlyti að vera ódýrara, fengum við engin svör en lofað var að hringt yrði í okkur sama dag. Það var ekki gert. Í dag fengum við semsagt nýtt tilboð: "Við bjóðum ykkur að fá SDRAM ókeypis og við borgum ykkur til baka annan DDR kubbinn, eða þá að við bjóðum ykkur að fá endurgreiðslu". Þegar ég benti gaurnum á, að núna væri kominn sólarhringur, hann hefði ekki hringt eins og hann lofaði í gær, og ekki væri hægt að tala um að hann væri að "bjóða" mér neitt þar sem nú þegar væru þeir búnir að gefa kvittun fyrir vöru sem þeir fengjust ekki til að afhenda, auðvitað yrðu þeir þá að endurgreiða ef ég færi fram á það, og þessi 12.900,- kall væri ekki nóg vélin sem við hefðum þegar borgað fyrir væri meira en 12.900,- kalli verðmeiri ( voru 2 DDR kubbar + móðurborð sem átti að styðja slíkt minni) þá kom bara endurgreiðslusöngurinn.
Kaupunum á þessari fínu tölvu frá NeverEverlandi sem foreldrar mínir áttu á pappírum yfir eina helgi, en var síðan aldrei til í raunveruleikanum, var því rift í dag. Svo nú fóru fleiri klukkutímar í súginn og ég er drullupissed, bæði yfir tímasóuninni og yfir áhugaleysi verslunarinnar yfir því að gera gott úr hlutunum, ekki var tekið til greina að gefa t.d. afslátt af dýrari pakkatilboði til að vega upp á móti veseninu og tímasóuninni, bara yppt öxlum. Ég sem hélt að 200þús krónur væru mikill peningur fyrir öll fyrirtæki, en greinilega ekki fyrir þetta.
Nú upphefst enn á ný, óendanlegt vesen og yfirseta og pælingar til að finna tölvu á ný.
Ég fer að hata tölvubúðir enn meira, það er óendanlega erfitt að eiga við þessi fyrirtæki. Hver bendir á annan, axlayppingarnar og kæruleysið er í engu samræmi við að um dýran búnað er að ræða, sem venjulegt fólk kærir sig ekki um ..... arrrrrwg!
Oh well, þau fá þá kannski bara ennþá flottari tölvu á endanum, eða ég vona það allavega.
:: geimVEIRA:: kl. 16:26:: [+] ::
...