| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, nóvember 28, 2002 :: Ef það hefur ekki orðið ljóst áður, ítreka ég að mér er illa við Landsímann. Hvernig getur það staðist að endalaust þurfi að hækka leigu á vír sem liggur í jörðinni og heim til fólks, hvað annað en einokunin útskýrir þessar fáránlegu og endalausu hækkanir? Nú voru þeir að fá heimild til 9% hækkunar. Þetta fyrirtæki hefur hækkað og hækkað og hækkað allt sem þeir í krafti einokunar geta og skapa með því mikla óvild hjá "viðskiptavinum" eins og mér, þar sem þetta er svo röklaust og tilefnislaust. Ég myndi vilja sjá Ríkisendurskoðun reikna það út hversu mikið viðhald fastlínukerfis kostar í raun, hvað útskýrir endalausar hækkanir á henni og hversu mikil áhrif á neysluverðsvísitölu þetta einokunarfyrirtæki hefur út á þessar tiktúrur. Hvenær ætla stjórnmálamenn að skilja hvers lags reginmistök það voru að leyfa Landsímanum að eiga fastlínukerfið í stað þess að leigja það út á vegum ríkisins, enda á kostnað þegna þess sem það varð til, líta hefði átt til úthlutunar tíðnisviða í fjarskiptum eða þungaskatts á vegakerfið með þetta í huga, þar sem um er að ræða nýtingu á sameign þegna ríkisins sem ríkið heldur utan um.
|
|