| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, október 29, 2002 :: Mér finnst stundum gleymast í sambandi við gíslatökumálið í Rússlandi, að gíslatökumennirnir höfðu ekki einhver léttvopn til sjálfsvarnar, heldur voru vígbúnir til árásar, með að eigin sögn nægar sprengjur til að sprengja leikhúsið í loft upp og þeir voru byrjaðir að myrða gísla. Ég er alveg sammála gagnrýni að það hefði átt að hafa sjúkraliða upplýsta hvers kyns gas væri notað svo rétt viðbrögð mættu bjarga fleirum en ég get ekki séð hvernig hefði mátt gera þetta öðruvísi, ekki hefði verið hægt að storma þarna inn með herlið, því þá hefði allt verið sprengt í tætlur og 900 manns látist (innandyra þ.e.) samningaleiðin var þrotin, verið var að eiga við truflað fólk með hundruði saklausra borgara undir hælnum. Ég verð að segja það að mín tilfinning var að þarna myndum við sjá alla sprengda í tætlur, en niðurstaðan er að 750 manns sluppu lifandi (plús fólkið sem sleppt var fyrr). Kannski kalt mat, en í allri gagnrýninni núna gleymist alveg að segja hvað annað hefði átt að gera, vildi fólk bíða eftir aftökunum?
|
|