| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: fimmtudagur, október 17, 2002 :: Í gær sá ég gamla konu niðrí bæ, gargandi á fólk sem sat inni á Kaffi París, ég heyrði nú ekki alveg hvað hún sagði, en hún hlykkti út með nokkrum "Hallelúja!" upphrópunum. Greyið fólkið inni á kaffihúsinu, fattaði ekki alveg hvað hún var að fara... ég held nú að hún hafi minnst vitað um það sjálf. En þetta setti svip á miðbæinn, alltaf gaman að þessu Jesúfólki, þ.e. fyrir utan ruglibullarana á Omega sem geta átt góða punkta um kærleik og blablabla og eyðilagt síðan allt með því að fordæma tjah, eiginlega allt og alla... Þeir myndu örugglega jesúa sig til dauða ef þeim byðist íslamskur hommi í trashmetalhljómsveit á silfurfati, í það minnsta reyna að "lækna" hann voðalega mikið, mig grunar að þeir myndu bara berja hann í hausinn með Biblíunum sínum, því það hefur löngum "gagnast" í trúboði, að berja heilagleikann bara inn eldsnöggt og ákveðið. Maður gæti vorkennt þessu liði, ef það væri ekki svona ótrúlega tvöfalt í roðinu. Jájá, allt í góðu að vera trúaður og chilla í sínum heilagleika, en þegar þessir hópar gera aðsúg að heilu þjóðunum og fordæma, að samkynhneigðum og fordæma, þá sýna þeir sitt rétta eðli. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
|
|