:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, október 18, 2002 ::

Í gær fór ég til tannlæknis og fékk þessa líka fínu fínu hvítu plastfyllingu í jaxlinn og er núna barasta með voða hvítt og fínt öðrum megin í neðri góm og get farið að "hlakka til" þar til fyllingarnar hinum megin gefa sig líka vegna málmþreytu og ég get fengið hvítt í þær líka. Þá líka mun ég syngja með tunguna úti og sækja um að fá að segja "A" í Colgate auglýsingunni sem ég hef svo oft verið sökuð um að hafa stolið tönnunum mínum úr. Síðan fór ég í jazzhljómfræði og þar fékk ég nett taugaáfall þegar kennarinn flippaði gersamlega og fór yfir gilljón og fimmtán hljómasambandareglur, og reglur um hljómagreiningu og framlengda forhljóma og aukaforhljóma og holycow! Ég vissi varla hvað ég hét eftir tímann, fannst ég ekki skilja neitt, enda rausaði kennarinn upp úr bókinni og gaf okkur ekki einu sinni tíma til að glósa í friði, endaði síðan á að skrifa upp allan hljómaganginn í "I got rythm" í jazzaðri útsetningu með voltum og tvennskonar hljómagangi í nokkrum töktum, og sagði okkur að hljómagreina. Ég bögglaðist eitthvað í þessu og ca 10 mín seinna, þá byrjaði hann að krota bara lausnina upp á töflu, þannig að maður gat ekki einu sinni spáð í villunum manns eða lært af þessu með að analýsera hvar manns hugsun var ekki rétt, heldur varð ég eiginlega bara að skrifa á ljóshraða og stroka út villur hugsunarlaust. Algjört stress, algjört tilgangsleysi, enginn lærdómur. Ég var þokkalega pissed.
Í hljóðtækni var hins vegar bara stuð. Við fengum að prófa að syngja í míkrafón með heyrnartól á hausnum, sem útilokuðu utanaðkomandi hljóð. Í þeim fengum við undirleik og kennarinn leyfði okkur að heyra í sjálfum okkur í heyrnartólunum, en tók smám saman af okkur okkar söng, þannig að á endanum heyrðum við bara undirleikinn en ekki bofs í okkur og þurftum við að syngja heilt erindi í "Krummi krunkar úti" á þennan hátt. Þetta var geðveikislega fyndið, mér kom mest á óvart hversu lítið fólk varð falskt, en það komu mjög skrýtnar áherslur í texta og eftir því sem maður heyrði minna í sér fór maður ósjálfrátt að syngja með meiri styrk. Hjá mér t.d. fann ég bara, en heyrði ekkert, að röddin brast aðeins og þá fann maður í verki hversu mikið "tuning" er stöðugt í gangi hjá manni út frá því sem maður heyrir sig vera að gera eða ekki gera. Síðan tók kennarinn öll trackin með söng okkar og skellti saman í eitt, þannig að úr varð svakalegur kór, sem allt í einu varð smá falskur en gaf allt í botn um leið. Frábærlega fyndið. Annað sem við gerðum var að við lásum textann upp með heyrnartólin, en í þetta sinn var ekki undirleikur, og við fengum að heyra í okkur, en með stigvaxandi bergmáli þannig að undir lokin heyrði maður ekkert í sér þegar maður talaði, heldur kom upplesturinn sekúndubrotum síðar. Þetta var alveg magnað, því maður sá hversu mismunandi úrvinnsla fólks er þegar það talar, sumir hægðu klikkaðslega á sér og teygðu úr þessu, aðrir hröðuðu svakalega eins og til að vera á undan echoinu, síðan var það toppurinn af öllu. Að bergmálið, bergmálaðist inn í upplesturinn hjá nokkrum. Fengum við þá að heyra þessa klassík: "Komdudu nú og kropp Pappaðu me-e-eð mér Krumummi nafni minn!" Sem fékk mig til að grenja úr hlátri og lá bekkurinn í krampa. Alveg furðulegt dæmi sko.
Eftir þennan snilldartíma fór ég heim og fékk mér að borða og reyndi að manna mig upp í að drífa mig á Airwaves, en ég var orðin svo þreytt að ég var alveg búin. Var ég svo lengi að drífa mig af stað að ég missti af því rappi sem mig hafði langað að sjá, en fór í staðinn á Jagúar. Þeir voru svakalegir alveg, mikið fjör, heavy funk, ekta flott. En það var svoleiðis svakalega stappað að það var eiginlega ekki hægt að vera til fyrir troðningi. Samt var svaka fílíngur í gangi, ég kaupi örugglega nýju plötuna. Síðan ákvað ég að drífa mig bara yfir á næsta stað til að sjá Remy Zero. Þeir voru mjög flottir, ég þekkti nú ekkert af þessum lögum en þau voru mikið til þung og róleg með svakalega rokkuðum köflum (sem ég fíla ekki mest af öllu) en þeir voru góðir sko. Söngvarinn var þrusugóður og minnti alveg svakalega á Bono í raddbeitingu og stíl bara alveg. Þannig urðu mörg lögin eins og U2-lög í þyngri kantinum. Mér fannst vanta meiri grípandi lög, þetta var allt svo mikill tilfinningaþrungi og dúndur að maður varð bara hálfdown á eftir svoleiðis.... En rokk fyrir svefninn er samt örugglega hollt og gott. Fyrir utan orkusprautuna af dúndrinu, ég gat ekki sofnað fyrr en að verða kl. 03:00.
Síðan er meira fjör í kvöld.....
Það voru milljón manns niðrí bæ í gær, vonlaust næstum að fá bílastæði, í kvöld verður þetta örugglega rosalegt!

:: geimVEIRA:: kl. 10:46:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?