| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, október 22, 2002 :: Ég var hjá tannlækninum í gær, þegar aðstoðarmaður hans sagði sjúkling hans vera í símanum og vera í vandræðum því tönn væri laus og að detta úr og hann væri með sting og illt (ái, nema hvað!). Tannlæknirinn ákvað að troða greyið stráknum inn í dagskrána, sem mér fannst virðingarvert, og var honum sagt að koma eiginlega strax. Síðan heyrði ég seinna, aðstoðarmanninn vera að segja að móðir stráksins væri í símanum og hefði strákurinn ekki fengið leyfi til að fara úr skólanum, þannig að hann gat ekki farið til LÆKNIS kvalinn með tönn að detta úr kjaftinum á sér!
|
|