| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: þriðjudagur, október 22, 2002 :: Ég var í gær á einskonar fyrirlestri í söngvinnubúðum, ýmsum pælingum varðandi texta og mikilvægi framburðar og túlkunar fyrir söng. Eitt atriði sem minnst var á og ég er svo hjartanlega sammála er þetta með óskýrmælgi og svona einhverja stæla í framburði. Bent var á yfirdrifna flámælgi sem er orðin hálfgert tískufyrirbrigði. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu, en allir kannast við að hafa heyrt svoleiðis bregða fyrir í poppi undanfarið... "Komdööööö til míeeeeeeeeeeeen ásteeeeeeeeeen lefer að eilíföööö!" þetta er náttúrulega viðbjóður þegar þetta blandast við endingaskort á orðum og hitt tískufyrirbrigðið sem var talað um sem er svona einhverskonar útlenskun á íslenskum framburði t.d. þannig að "þungt tré" verður "tsjúngt tsré". Við vorum allavega öll sammála þarna í gær að þetta væri ömurlega hallærislegt, þannig að þarna voru allavega 10-15 söngvarar sem munu líklegast leggja sig fram um að breyta þessari fáránlegu tísku.
|
|