| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, október 11, 2002 :: Ég fór á Kaffibrennsluna í hádeginu og fékk mér cappuchino og baguette og las íslensk kerlingablöð því mogginn var frátekinn. Þar var slatti af Skotum í flottum múnderíngum, pilsum með töskur og allt að drekka bjór. Það er allt morandi í þeim og þeir virka svo hressir að vera í pilsunum og allt í roki/rigningu/kulda alveg allan tímann sem þeir eru hér, mig langar að garga á þá "Oy- kick arse!" en þá væri maður föðurlandssvikari, svo ég bara þykist aldrei sjá annað en Skota í hópum, í skotapilsum niðrá Lækjartorgi (svona NYC attitude dæmið) og flissa með sjálfri mér þegar ég er komin framhjá (smábæjarpíku attitude dæmið). Ég var byrjuð að sjá þá á miðvikudaginn þótt Ísland-Skotland leikurinn verði ekki fyrr en á laugardag, ég heyrði í fréttum að þeir væru 2000 Skotarnir sem ætli á leikinn. Karlar í pilsum, ekki svo vitlaust.
|
|