[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þessi helgi hefur basically verið einmitt ástæðan fyrir því að ég ætlaði aldrei að byrja að blogga.
Ömurleg leti- og leiðindahelgi, reyndar eina skemmtilega við hana var að ég skerpti allhressilega á niðurhalningarstatusnum mínum og þarf alvarlega að fara að huga að tiltekt og skriftum af hörðu diskunum mínum fyrr en seinna. Gærdagurinn var jafnleiðinlegur og tónleikarnir fyrir viku voru skemmtilegir. Ef maður gæti nú drullast til að nota svona daga í eitthvað nytsamlegt, tekið til eða eitthvað!
Sunnudagur er og verður fúlasti dagur vikunnar finnst mér. Hann mun aldrei bíða þess bætur eftir sunnudagsheimalærdóminn og kvíðann fyrir vikuna sem fylgdi honum alltaf í gamla daga, til viðbótar við ömurlegu sjónvarpsdagskrána og að þurfa allt í einu að stilla vekjaraklukkuna aftur.
Það eru alveg að koma jól, ég þarf að finna mér eitthvað jólalag til að syngja. Lýsi hér með eftir hugmyndum.
:: geimVEIRA:: kl. 16:08:: [+] ::
...