[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Banvæn vanþekking Mér finnst svakalegt hvað Íslendingar eru kærulausir í kynsjúkdómavörnum. Það munu vera 6 ný tilfelli klamidíu á DAG hér á landi og fer fjölgandi. Eru allir búnir að gleyma hvernig HIV smitast??? Eru allir búnir að gleyma að HIV er líka kynsjúkdómur sem fyrirfinnst svo sannarlega hér á landi eins og alls staðar annars staðar? Ef 6 einstaklingar greinast á dag með klamidíu, hvað eru þá margir ósjúkdómsgreindir þarna úti? Fyrst klamidía og HIV geta smitast á sama hátt, hvað er langt þar til við verðum komin með 6 ný HIV tilfelli á dag? Mig langar til að fara og dreifa smokkum út um allt þegar ég heyri svona fréttir. Núna loksins þegar aðgengi að smokkum er orðið eðlilegt, ekki eins og þegar ég var unglingur og þetta fékkst bara í apótekum, hvers vegna notar fólk hann ekki??? Það er meira að segja til smokkur sem er ekki úr latexi, ekki með þessa fýlu (og *hóst* óbragð), svo ekki getur fólk vælt yfir latexofnæmi eða fýlunni. Svona fyrir utan að klamidían er ekkert skemmtileg heldur örugglega, getur valdið ófrjósemi hjá konum og ég veit ekki hvað og hvað. Æ er heilsan svona óskaplega lítils virði hjá unga fólkinu í dag?
Það er eins gott fyrir þetta fólk að geimVEIRA er ekki komin í dreifingu á þessari plánetu ennþá.