[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Airwaves lokatónleikarnir Ég fór á lokatónleika Airwaves í gær. Það var góð stemming, fullt af fólki og allir hressir. Ég ætlaði aðallega að sjá Blackalicious og síðan Fatboy Slim, ákvað að mæta upp úr kl. 21 enda átti dagskráin að standa frá 20 til 3 um nóttina, svo ég áætlaði að Blackalicious myndu þá væntanlega byrja um hálftíuleytið. Síðan endaði reyndar með því að ég mætti um hálftíuleytið, en náði bara að heyra 2 lög með Blackalicous, síðan tók við örugglega þriggja kortéra pása, með plötusnúðum reyndar, þar til The Hives tóku við. (Svo ég var þokkalega spæld að Blackalicious spilaði ekki aðeins seinna eða lengur, enda húsið ca hálffullt þegar þeir hættu og fólk enn að týnast inn). En The Hives komu svakalega sterkir til leiks. Þeir spila engan veginn tónlist að mínum smekk, en þeir voru bara svo orkumiklir og hressir að það var ekkert leiðinlegt að fylgast með þeim. Söngvarinn er svona eins og afabarnið hans Jaggers, svona lítill rindill með frekar spastískar hreyfingar á sviði, hann fór hamförum þarna, hoppaði upp á magnara og skrattaðist, náði salnum alveg með sér, svo úr varð rosastemming. Og salurinn hlýddi öllu sem hann sagði, eitt skiptið skipaði hann salnum að láta í sér heyra milli laga, annað skipti kom "USS!" því hann þurfti að segja eitthvað. Það virkaði allt saman hjá þeim, þeir áttu liðið alveg. Þeir voru allir í svörtum buxum og skyrtum, en í hvítum skóm og með hvít bindi sem þeir stungu hálfum inn í skyrtuna, svo þetta varð svaka sixties look á þessu hjá þeim. Þeir sögðu þetta fyrstu tónleika sína á Íslandi, en þá síðustu hjá sér í bili því þeir væru að fara að gera plötu. Þeir voru klappaðir upp þegar þeir fóru og voru þeir með 3 aukalög tilbúin og enduðu rosashow á því að rífa af sér bindin hvítu og henda út í sal. Ekta rokkarastælar.
The Death of Cool Síðan komu vonbrigði kvöldsins. Ég hef fílað Gus Gus lengi en hef aldrei náð að sjá live tónleika með þeim. Ég vissi að um einhverjar mannabreytingar væri að ræða, en átti von á því að heildarfílíngurinn breyttist ekki mikið, þeir tækju einhver eldri lög og væru með grúví skít eins og ég kannast við frá þeim. En það var nú aldeilis ekki. Þarna var að vísu Biggi Veira (no relations) gæti verið að einn annar gamall GusGusari hafi verið innanborðs, en ég er ekki alveg viss. En allavega voru 2 söngvarar, ein stelpa sem heitir Unnur og einhver gaur sem heyrðist ekki hvað hét. Stelpan var í einhverjum fáránlegum tjullkjól úr sjálflýsandi tjulli með hárið eitthvað geðveikt út í loftið, með ágætis rödd og allt í fínu með það svo sem, eeeeeeeeen - ef þetta var ekki Bjarkar-rip-off þá hef ég aldrei séð Björk stælda á sviði. Hún beitti röddinni mjög svipað á stundum, hreyfði sig mjög líkt og það plús þessi fáránlegi skrípakjóll, virkaði saman ömurlega fáránlega á mig. Síðan var hinn söngvarinn í náttfötum með hatt og gargaði aðallega eitthvað út í loftið og fór að minna á Einar Örn Sykurmola, og þá líka varð ég viss um að útlensku blaðamennirnir munu slátra þessu í krítík. Fyrir utan þetta, sem eiginlega var alveg búið að slátra öllu cool-i sem hefði getað verið, var coolið tekið og myrt þegar þessi náttfatagaur gargaði "Eru ekki allir í stuuuuuuuuuuuuuuði?!!!" og síðan það sem var vanvirðing við líkið af cool-inu "Eru ekki FH-ingar í húsinu!!!!!!!!!!!!!!!! ÁFRAM EFFFFFF HÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!" Gus Gus ultra flott grúví kúlistahópurinn DRAPST þarna. Mig langaði að gráta. Tónlistin með svo sem fínum beat-um en fyrir utan eitt lag sem Daníel Ágúst kom fram sem gestasöngvari í, þá var þetta meira og minna síbylja. Engar grúví melódíur eða neitt, þetta virkaði á mig eins og hermitechno eða eitthvað (what ever the fuck that is). Þetta var spæling út í gegn, og allt of hátt stillt og svo leiðinlegt að ég fékk hausverk. Ég sem hélt að mér myndi leiðast The Hives en þar voru sko skemmtikraftar á ferð.
Síðan kom plötusnúður og var söngur og rapp með, einn útlendingur og annar íslenskur en ég náði ekki nöfnum, þeir héldu ágætis stemmingu, en allir fóru að pissa og fá sér mat og drykk áður en Fatboy kæmi svo það voru ekki margir úti á gólfinu.
Fatboy slim is fucking in heaven, fucking and fucking and fucking in heaven Fatboy Slim var alveg frábær. Hann byrjaði á Rolling Stones "Satisfaction" og kom með geðveik beat og var með flott flow. Ég sem hafði setið uppi í stúku varð bara að kíkja á þetta betur, og endaði barasta rétt hjá kauða og þá sást líka hvernig hann geislaði bara "Er ekki gaman?!"-brosi og allt liðið bara ljómaði þarna í góðum fíling. Ég hef ekki oft verið á svona dj-tónleikum en ekki get ég ímyndað mér betra stuð á svoleiðis eða betri uppbyggingu, því stundum fékk fólk svona "breather" og síðan kom algjört dúndur, hann blandaði líka ólíklegum lögum inn í, en skemmtilegum, og aldrei datt niður stuðið alltaf hélt hann spennunni, kom með eigin lög og braut síðan upp með Talking Heads. Karlinn krotaði skilaboð á plötuumslögin og lyfti upp "I love this place!" skilaboðum og allir hoppuðu, görguðu og dönsuðu, rosastuð. Hann var alveg til þrjú og maður ók sæll heim.
Þessir tónleikar sýndist mér fara stórvel fram, það var seldur bjór og Smirnoff Ice þarna en maður sá engin drykkjulæti, allir bara í góðu skapi og komnir til að hafa gaman. Ég fer örugglega næst líka. Rosalega skemmtilegt kvöld á heildina litið.
:: geimVEIRA:: kl. 16:11:: [+] ::
...