:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, nóvember 29, 2002 ::

Plan helgarinnar: fyrir utan að læra og æfa mig og taka til og þrífa og þvo þvott og vera góð, er ég að spá í að kaupa mér oggolitlu piparkökudropana og hita mér sænska jólaglöggið sem mér var gefið í fyrra og mig langaði aldrei í, og hengja upp jólaseríurnar og skreyta kofann. Hljómar það ekki kósí? Wanna help?

:: geimVEIRA:: kl. 11:59:: [+] ::
...
Ef ég ætti 100þús kall núna myndi ég kaupa mér netfargjald til Glasgow og finna einhvern hjall til að gista í, fara síðan og fata mig upp - að ég skuli ekki bara ganga nakin er ótrúlegt - ég á engin bloody föt og I'm sick of it! Djöfull hvað það vantar meira úrval af fötum hérna urr.
Ég er og hef aldrei verið úlputýpan en neyðist til að ganga í úlpu alltaf ....gawd hvað ég fíla mig EKKI !!!!!!!!!!!!!!

:: geimVEIRA:: kl. 11:30:: [+] ::
...
Með betri plötutitlum ever, sem kom í hljómfræði í gær: Gin & Pentatonic

:: geimVEIRA:: kl. 10:36:: [+] ::
...
Þrátt fyrir að mér væri tjáð hjá Íslandssíma að skráð væri í kerfið hjá þeim að búið væri að laga adsl-ið, þegar ég hringdi um daginn, var þetta enn bilað. En hinsvegar var "missed call" á farsímanum mínum, sem ég gleymdi heima í gær, þá hafði tæknimaður hringt um daginn, en þá var bilunin sem er rakin til þess að Landssíminn var að flytja númerið mitt milli símstöðva enn til staðar og þurfti að fara í boxið í húsinu hjá mér líka. Þessi tæknimaður lofaði að þetta yrði gert í dag - svo nú er bara að bíða og sjá.
Síðan til að staðfesta ást mína á uppáhaldsfyrirtækinu mínu, var bilun í símkerfinu þannig að það kom á tali þótt ekki væri á tali hjá fólki. Verandi masókistinn sem ég er hringdi ég í þjónustuborð Landssímans og ætlaði að tala við bilanir, enda tæpast tilviljun að adsl væri komið í klessu, ekki væri hægt að hringja í mig, verið væri að færa símanúmerið mitt milli stöðva um leið og Landsíminn væri að grafa og potast í tengiboxum í götunni hjá mér... og viti menn?! Ég fékk enga aðstoð, fékk bara þessa standard "Jájá, ég sé að þú ert með fast forval hjá Íslandssíma og þá er EKKERT sem við getum gert!" - og... "Nei, þú getur ekki talað við bilanadeild því hún lokar kl. 22". Hvernig Landssíminn fær það út að símkerfi geti bara bilað á daginn, eða að fólk þurfi ekki að nota símann eftir kl. 22 á kvöldin, veit ég ekki. En ég veit það að á þeirri SEKÚNDU sem mér býðst fastlínutenging annars staðar mun ég kaupa þá þjónustu. Ég bendi á að tæknimaðurinn sem ég hafði talað við hjá Íslandssíma (sem ég sá númerið hjá í númerabirtinum) hann var ekkert lengur á vakt, en var boðinn og búinn að segja mér hvað málið hefði verið og hvernig þeir ætluðu að reyna að leysa þetta, og hann var ekki einu sinni í vinnunni! Þvílíkur munur!

:: geimVEIRA:: kl. 10:29:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 28, 2002 ::
Allir að gefa blóð!!!!!!!

:: geimVEIRA:: kl. 16:51:: [+] ::
...
Áðan sá ég strætóbílstjóra hnerra á fjallareiðhjól sem lá á Lækjartorgi og stelpu með jólasveinahúfu.

:: geimVEIRA:: kl. 16:31:: [+] ::
...
Ef það hefur ekki orðið ljóst áður, ítreka ég að mér er illa við Landsímann. Hvernig getur það staðist að endalaust þurfi að hækka leigu á vír sem liggur í jörðinni og heim til fólks, hvað annað en einokunin útskýrir þessar fáránlegu og endalausu hækkanir? Nú voru þeir að fá heimild til 9% hækkunar. Þetta fyrirtæki hefur hækkað og hækkað og hækkað allt sem þeir í krafti einokunar geta og skapa með því mikla óvild hjá "viðskiptavinum" eins og mér, þar sem þetta er svo röklaust og tilefnislaust. Ég myndi vilja sjá Ríkisendurskoðun reikna það út hversu mikið viðhald fastlínukerfis kostar í raun, hvað útskýrir endalausar hækkanir á henni og hversu mikil áhrif á neysluverðsvísitölu þetta einokunarfyrirtæki hefur út á þessar tiktúrur. Hvenær ætla stjórnmálamenn að skilja hvers lags reginmistök það voru að leyfa Landsímanum að eiga fastlínukerfið í stað þess að leigja það út á vegum ríkisins, enda á kostnað þegna þess sem það varð til, líta hefði átt til úthlutunar tíðnisviða í fjarskiptum eða þungaskatts á vegakerfið með þetta í huga, þar sem um er að ræða nýtingu á sameign þegna ríkisins sem ríkið heldur utan um.

:: geimVEIRA:: kl. 14:54:: [+] ::
...
Algjör snilld hjá 10-11 að Austurstræti, að setja loksins upp salatbar, ég er búin að fá mér nokkrum sinnum núna og þeir passa vel upp á þetta og þetta er mjög hreinlegt og fínt. Þetta vantaði einmitt alveg á þetta svæði, enda er þetta vel sótt.

:: geimVEIRA:: kl. 12:47:: [+] ::
...
ADSL-ið mitt er búið að vera bilað síðan á þriðjudagskvöldið, þetta er fyrsta skipti í heilt ár sem það bilar svona hressilega, ég verð að segja að ég er ekki ánægð með viðbrögð Íslandssíma þar sem ég tilkynnti þessa bilun strax á þriðjudagskvöldinu og ekkert var farið að virka sólarhring síðar.... ekki gott mál sko. Og alveg er það merkilegur andskoti hvað mikil málæði grípur mann þegar maður er svona heftur.
Ég fór á hip-hop tónleika í gær á Gauknum, var á gestalista á tónleika LoopTroop sem eru sænskir rapparar. Hefði verið frábært kvöld ef blessaður Sesar A hefði ekki verið að troða sér þarna inn. Æ greyið, hann vill svo vel, en hann bara er ekki að funkera í þessu finnst mér, maður fann það sérstaklega þegar Mezzias og Móri stigu á sviðið sem líka hituðu upp, hvernig heilu heimsálfurnar skilja þá að.... Móri og Mezzias hafa einmitt þetta takt-feel sem er svo nauðsynlegt í rappi, annars kemur þetta bara í belg og biðu og ekkert að gerast (eins og hjá Sesari A). Ég lék mér að því í gær að reyna að greina hvað Sesar A gerði taktlega, og það var glatað. Allt svo ógeðslega straight, og þagnir, þær var helst ekki að finna, hann leikur sér ekkert með taktinn, það var svo flott hjá Móra og Mezziasi að þeir lögðust þvílík aftarlega og léku sér með þetta, varð mjög djúsí og cool fyrir vikið, + það actually skildist hvað sagt var mun oftar en hjá Sesari. Móri klikkaði samt alveg á því að hafa mögulegt að kaupa diska með kreditkorti, þar varð hann af sölu greyið. Ég er ekki frá því að hann sé nú með þeim betri í íslenska rappinu a.m.k. steinliggur þetta hjá honum mun frekar en hjá t.d. Rottweiler, + hann er ekki alltaf gargandi eins og þeir, ég er orðin svoldið leið á svoleiðis framsetningu, þetta form býður upp á svo miklu meira. Það vildi ég samt óska þess að Gaukurinn setti inn loftræstingu, það var gersamlega ólíft þarna af reykingum ég dó næstum úr reykeitrun bara, það er eitthvað ekki í lagi þegar maður fer inn á klósett til að fá ferskt loft.
LoopTroop stóð sig stórvel, komu mér á óvart. Þar sem ég var komin í svona taktpælingar eitthvað, var ég mjög sátt við þá líka, þeir léku sér mikið með þetta.
Ég þarf endilega að finna mynd af einum gaur þarna, sem var bara algjör klassískur víkingur í útliti, með skegg og sítt ljóst hár, leiftrandi blá augu - hann var eins og teiknimyndafígúra af Æsi - sem rappar á ensku í ermalausum bol. Mér fannst þetta svo sniðugt, því m.v. að búa á Íslandi og hafa oft séð menn með skegg og allt, þá er þetta honestly í fyrsta skipti sem ég hef séð svona norrænan gaur og hugsað "Jahá, svona litu víkingarnir einmitt út!"

:: geimVEIRA:: kl. 12:27:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, nóvember 26, 2002 ::
Ég er búin að vera of spæld til að blogga. Á föstudaginn var, fór ég með pápa til að hjálpa honum við tölvukaup, eftir að við höfðum legið yfir tilboði sem fól í sér ágæta vél, með 40gb hörðum diski, 256 DDR minni, 40x skrifara , en sem við ætluðum að bæta við minni í, dvd-drifi og stækka skjáinn. Pretty simple eigh? Nema hvað í búðinni var allt í einu komið nýtt tilboð og núna 20 þús kalli ódýrara, sem við vildum upplýsingar um í hverju sá mismunur lægi. Var okkur þá tjáð að það væri einungis móðurborðið sem hefði verið flottara í hinu tilboðinu, en það hefði hækkað svo að þeir hefðu orðið að lækka verðið. Þar sem foreldrar mínir þurfa nú kannski ekki besta og flottasta örgjörva sem til er, hljómaði þetta kannski ekki svo slæmt. Þegar hinsvegar var búið að velja skjá (17" kristalsskjá svakaflottan) var sest niður til að ganga frá þessu. Þá fyrst byrjaði ballið, þá kom í ljós að meira og minna allt sem var skrifað á tilboðsblaðinu nýja og var í tölvukerfinu var rangt, á því stóð að minnið væri SDRAM en ekki DDR (sem mér hafði fyrr um vikuna verið tjáð að væri helmingi hraðvirkara) - en sölumaðurinn fullyrti að það væri villa, á blaðinu stóð að nýtt 512 DDR kostaði 4.400 kr. sem var rangt, það átti að kosta 12.900,- svo þetta tók með allri yfirferð og veseni 2 tíma, en á endanum löbbuðum við út með kvittun (en enga tölvu því það átti að taka 2 daga að afgreiða hana) upp á tölvu.
2 tímum áður en sækja átti tölvuna var haft samband og kom þá í ljós að sölumaðurinn var búinn að steikja þessa sölu þvílíkt að þeir gátu ekki afgreitt þessa vél þar sem svona vél væri ekki til. Vesenið með minnið hafði verið rétt eftir allt saman í tölvunni, og vitlaust hjá sölumanninum, og nú var "okkur boðið" að "fá endurgreitt" eða fá vélina með SDRAM, þegar ég spurði hvers vegna við fengjum ekki bara DDR minni í vélina þá kom upp úr krafsinu að móðurborðið studdi það ekki einu sinni. Hinsvegar átti að "bjóða" okkur að fá vélina með þessu helmingi hægvirkara minni OG "bjóða" okkur semsagt vél með verra móðurborði en við höfðum þegar borgað fyrir. Þegar ég benti á að m.v. að það hefði verið næstum 10 þús kr. verðmunur á einum 256mb kubb úr SDRAM yfir í DDR minni og við hefðum keypt tvo og þarmeð hlyti vélin að eiga að lækka um tæp 20 þús. plús síðan að móðurborðið hlyti að vera ódýrara, fengum við engin svör en lofað var að hringt yrði í okkur sama dag. Það var ekki gert. Í dag fengum við semsagt nýtt tilboð: "Við bjóðum ykkur að fá SDRAM ókeypis og við borgum ykkur til baka annan DDR kubbinn, eða þá að við bjóðum ykkur að fá endurgreiðslu". Þegar ég benti gaurnum á, að núna væri kominn sólarhringur, hann hefði ekki hringt eins og hann lofaði í gær, og ekki væri hægt að tala um að hann væri að "bjóða" mér neitt þar sem nú þegar væru þeir búnir að gefa kvittun fyrir vöru sem þeir fengjust ekki til að afhenda, auðvitað yrðu þeir þá að endurgreiða ef ég færi fram á það, og þessi 12.900,- kall væri ekki nóg vélin sem við hefðum þegar borgað fyrir væri meira en 12.900,- kalli verðmeiri ( voru 2 DDR kubbar + móðurborð sem átti að styðja slíkt minni) þá kom bara endurgreiðslusöngurinn.
Kaupunum á þessari fínu tölvu frá NeverEverlandi sem foreldrar mínir áttu á pappírum yfir eina helgi, en var síðan aldrei til í raunveruleikanum, var því rift í dag. Svo nú fóru fleiri klukkutímar í súginn og ég er drullupissed, bæði yfir tímasóuninni og yfir áhugaleysi verslunarinnar yfir því að gera gott úr hlutunum, ekki var tekið til greina að gefa t.d. afslátt af dýrari pakkatilboði til að vega upp á móti veseninu og tímasóuninni, bara yppt öxlum. Ég sem hélt að 200þús krónur væru mikill peningur fyrir öll fyrirtæki, en greinilega ekki fyrir þetta.
Nú upphefst enn á ný, óendanlegt vesen og yfirseta og pælingar til að finna tölvu á ný.
Ég fer að hata tölvubúðir enn meira, það er óendanlega erfitt að eiga við þessi fyrirtæki. Hver bendir á annan, axlayppingarnar og kæruleysið er í engu samræmi við að um dýran búnað er að ræða, sem venjulegt fólk kærir sig ekki um ..... arrrrrwg!

Oh well, þau fá þá kannski bara ennþá flottari tölvu á endanum, eða ég vona það allavega.

:: geimVEIRA:: kl. 16:26:: [+] ::
...
:: laugardagur, nóvember 23, 2002 ::
Ómeðvitað ákvað líkami minn að staðfesta smekk sinn á kjöti með því að ég beit í tunguna á mér hrottalega fast svo ég táraðist. Að ég sé enn ekki búin að klára að bíta úr mér þetta stórkostlega líffæri er bara kraftaverk út af fyrir sig, en mikið er vont að bíta svona fast í hana..... ái.

:: geimVEIRA:: kl. 04:54:: [+] ::
...
:: föstudagur, nóvember 22, 2002 ::
Það sem vantar í matvörubúðir á Íslandi - part 1
Amerískan KRAFTgúmmíost með sérinnpökkuðum sneiðum, bæði gulan og hvítan
Léttvín og bjór
Fjölbreyttari bragðtegundir í mjólkurvörum. Jarðarberjabragð - og sama jarðarberjabragðið af öllu er orðið afgamalt og hundfúlt trix hjá MS. Jógúrt með kirsuberjabragði, kvarg - hvar er kvargið? - Það var svo gott!
Óofurtollaðan parmesan og óofurtollaðan útlenskan ís.
Red berry Special K sem ekki kostar 509,- krónur pr. 395 gr. svoleiðis verðlag er bullshit dauðans.
Amerískt nautakjöt - vel sterað og ljúft - yummylicious


:: geimVEIRA:: kl. 15:56:: [+] ::
...
Sko... Á maður að kaupa sér jólabjór kannski í dag? Blikkaðu augunum einu sinni fyrir og tvisvar fyrir nei.

:: geimVEIRA:: kl. 14:22:: [+] ::
...
Mér finnst svo gott veður og gaman að það sé föstudagur eitthvað... burstin with freaggin' joy here bara!

Um helgina þarf ég að smíða eins og eitt stykki fyrirlestur fyrir söngvinnubúðirnar og ekki kæmi mér á óvart að eitt af verkefnum helgarinnar yrði að aðstoða foreldrana við tölvukaup. Ég á hinsvegar bágt með mig inni í tækja- og tækniverslunum af velflestu tagi, ég vona bara að það gangi eftir sem ég vona að þau spari ekki um of í skjákaupunum, mér leist best á 17" kristalsskjá eða 19" Trinitron skjá í búðinni enda ættu slíkir skjáir að fleyta þeim fram um eins og eina - tvær uppfærslur sýnist manni. En reyndar á þessu stigi eru allar tölvur betri en ellihruma lufsan sem þau nota (ekki) í dag. Þar sem uppáhaldsfyrirtækið mitt er enn ekki farið að bjóða adsl-tengingar þar sem þau búa, endar líklega með því að ég þarf að rífa módemið úr minni vél og lána þeim það þar til adsl-ið kemur - spurning hvað mér mun ganga vel með það. Síðan annað gögnin af gömlu vélinni sem þyrfti að færa yfir kann ég svosem ekki að færa yfir í sjálfu sér, ég veit að það væri best að tengja harða disk gömlu vélarinnar við þá nýju og kópíera barasta... helst vildi ég taka þetta helsta sem eru eiginlega bara word skjöl og síðan póstur og strauja gömlu vélina svo hana megi bara nota í ritvinnslu og stuff áfram, hún er fín í svoleiðis. En nýja vélin yrði með XP og ég er frekar svartsýn á að mér tækist t.d. að nettengja gömlu og nýju vélina m.v. allt svakavesenið sem varð niðrí vinnu hjá mér þegar tengja átti win98 vél við win2000 vél, Skýrrkarlarnir urðu að taka vélarnar á spítala til að láta það virka. Það væri samt eitthvað svo cool að hafa þær báðar nothæfar (og síðar jafnvel þá þannig að báðar kæmust á netið á adsl router).
Oh well, maður ætti kannski bara að finna sér námskeið í svona, ég er alltaf annað slagið að lenda í að þurfa að spá í einhverju þessu tengdu. Ef maður kynni eitthvað í þessu væri ég líka löngu búin að skipta mér af niðrí skóla þar sem gilljón glænýjar tölvur hafa legið ónotaðar og ótengdar frá í haust og enginn virðist ætla að klára pakkann. Þar sem skólastjórinn lofaði "tölvuveri" við skólasetninguna finnst mér überschlaphpt af honum að dúndra þessu ekki af stað - léleg nýting á fjárfestingunni að hafa tugi tölva bara til skrauts.

:: geimVEIRA:: kl. 14:00:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 21, 2002 ::
Birtan núna er eins og um miðja nótt á hásumri, svona blá en tær. Æi það væri líka fínt ef það væri bara júlí núna og maður væri í útilegu í góðu veðri við læk. Já það er algjört möst að vera við læk svo maður sofni við niðinn, það er svo kósí.

:: geimVEIRA:: kl. 16:07:: [+] ::
...
Ég var að koma úr Háskólabíói, þar sem hljóðtæknibekkurinn mátti vera við æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sálarinnar hans Jóns míns, en hljóðtæknikennarinn okkar sér um "soundið" í salnum á tónleikum sem þessar hljómsveitir halda saman í kvöld og næstu kvöld. Það var rosagaman að sjá þetta og fátt meira hressandi svona á morgnana en að hlusta á heila sinfóníuhljómsveit og popphljómsveit blasta svolítið. Ég hefði viljað komast á tónleikana líka, en það er víst uppselt á þá alla. En það var í það minnsta mjög gaman að sjá hvernig þetta allt er uppsett og pælingarnar í þessu, þetta er þrískipt dæmi því fyrir utan að passa upp á hljóðblöndun í salnum sjálfum, verður þetta tekið upp og gefið út á plötu, svo þar þurfti að hljóðblanda sér og er tækjabíll RÚV fenginn að láni, síðan þarf líka að passa upp á monitorana á hljómsveitina sjálfa, og ó boy! Sinfónían er STÓR!!! Margir mækar, margar tengingar, mikið gaman, mikið grín. Þetta verður örugglega mikið fjör hjá þeim.

:: geimVEIRA:: kl. 13:03:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 20, 2002 ::
Heyrðu JÁ gleymdi ég aðaldæminu þarna áðan.......
Ég fór í Nóatún í gær og þar var verið að selja "Lambalæri án rófubeins" eða það stóð allavega á miðanum á lærunum.

Lystaukandi, ekki satt? Skyldu þeir yfirleitt selja rófubein með lærunum? *ÆL*

:: geimVEIRA:: kl. 14:56:: [+] ::
...
Hey já, ég gleymi alltaf öllu þessu litla sniðuga hér eru lítil sniðug atriði sem ég hef séð en gleymt að segja frá:
Um daginn var ég að labba framhjá strætóskýli við Lækjargötu og þar var hópur af mongólítum (political correctness translation: fólki með Down's heilkenni) að bíða eftir strætó. Nema þegar ég nálgast skýlið voru allir voðalega kímnir í framan og eiginlega flissandi bara, en þegar ég fór framhjá sá ég að einn strákur snéri upp að hlöðnum vegg á bak við skýlið, um leið og ég heyrði eina stelpu segja "Oj þú ert DÓNI!" Þá var hann semsagt búinn að því að bíða eftir strætó í spreng og lét vaða, gott hjá honum.

Síðan var það nunnan sem ég sá niður á pósthúsi um daginn, í öllu svörtu og hvítu svona nokkuð klassískt nunnudæmi, svartri kápu og hvítum skóm, nema ég var fyrir aftan hana í röð og þá tók ég eftir að á hælunum á hvítu strigaskónum voru lítil svört hjörtu. Mér fannst þetta svo dúllulegt.

Og ég man ekki meir í bili. Meira síðar.

:: geimVEIRA:: kl. 13:56:: [+] ::
...
Það hef ég sagt áður og segi það enn..... Landsíminn veitir ÖMURLEGA þjónustu. T.d. núna er ég búin að bíða í 10 mínútur eftir að fá samband við þjónustufulltrúa og eins og það væri ekki nógu slæmt, þá spilar Síminn LéttFM 967 sem ég hata síðan einmitt og nákvæmlega LANDSÍMINN klúðraði Breiðbandsútsendingum á Muzik.is þannig að á tíðni Muzik kom LéttFM í hálft ár, þrátt fyrir að ég marghringdi inn og léti vita.... anyways... ég ætla að ganga frá rétthafabreytingu svo ég geti skráð mig í afsláttarleið hjá Íslandssíma, en þá þarf allt að vera á sömu kennitölu, eðlilega, en ég hef bara ekki fyrr haft geð í mér til að láta bloody Símann græða á því að samkeppnisaðilinn gerir mér kleift að spara hjá sér peninga. Síðan var ég að reikna út að yfir heilt ár myndi ég spara 6 þús kall og þegar sameining Íslandssíma og TALs verður kláruð ætti það að verða enn meira, enda ég ekki með nein viðskipti hjá Landsímanum sem ég er ekki nauðbeygð að standa í.
Upplýsingarnar sem ég fékk varðandi rétthafabreytingu: Ég og skráður rétthafi símanúmersins þurfum að ganga skriflega frá tilkynningu á þar til gerðu eyðublaði. Þetta eyðublað er hinsvegar ekki á netinu, heldur verður fólk að gera sér ferð í verslun á vegum Símans og fá þar eyðublaðið og skila þar inn. Þegar ég spurði hversu lengi þetta tæki að komast inn í kerfið (því mér liggur svo á að byrja að græða) þá fékk ég semsagt svar sem ekki einu sinni ég, með minn langleiða á Símanum, átti von á: þetta tekur allt að MÁNUÐ. Þegar ég hváði og benti stúlkunni á að ég gæti á innan við viku verslað mér einbýlishús, á innan við degi fengið milljónalán þá sagði hún að þetta væri nú yfirleitt komið miklu fyrr inn, en þeir gætu ekki ábyrgst styttri tíma þar sem umsóknir væru oft svo vitlaust útfylltar og svona, en númeraflutningurinn tæki ca. 3 daga til dæmis.
Ég lagði nú ekki meir á greyið stúlkuna, en mér er spurn - eins og er óendanlegt svarthol spurninga varðandi þjónustuviðmót þessa apparats - ef á annað borð er verið að krefjast undirritaðra tilkynninga á sérstök eyðublöð sem fást í útibúum Símans og skila þarf þangað inn, hvers vegna ættu þær að vera eitthvað vitlausar þegar starfsfólk hefur tækifæri til að fara yfir þetta allt með kúnnunum. Það að ég setti fyrir mig vesen og fjárhæð sem greiða þarf til Símans vegna rétthafabreytingar, er einmitt Símanum til þæginda, þeir reyna að flækja málin eins og þeir geta, það þykir mér algerlega óásættanlegt að setja fyrirvara um mánaðarfrest á jafneinföldu atriði og svona skráning er. Enn og aftur slær Landsíminn sig út í einokunar-*fuck you because we don't give a fuck-because we don't have to-because we'll ass-fuck you anyhow* stælunum.


:: geimVEIRA:: kl. 11:20:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, nóvember 19, 2002 ::
Og á ódömulegu nótunum - það er að verða fullsönnuð kenning mín að það að setja á sig handáburð, lætur manni verða mál. Það bregst ekki að þegar ég er búin að setja á mig handáburð þarf ég að fara á klósettið á næsta hálftímanum á eftir - sem leiðir til þess að ég þarf aftur að bera á mig eftir handaþvottinn - sem leiðir til þess að ....
Loksins þegar grey húðin fær næringu þarf maður að sápa allt af. Sko þessar þrjár skeljar úr Demolition Man - hvenær koma þær?

All is well Lenina Huxley.

:: geimVEIRA:: kl. 16:53:: [+] ::
...
Já og nú er alveg að koma nótt aftur það er æðisleg birta núna - mig langar að eiga myndavél í svona veðri - já og kunna að nota svoleiðis tæki líka. Allir litir ýkjast svo í svona birtu, meira að segja pimpbáturinn er skárri í þessu ljósi og þá er nú mikið sagt. Í dag hefur verið algjört tónlistarleysi ég hafði bara enga tónlyst í dag.
Núna er mig farið að langa að sjá hvaða jóladót kemur frá Chanel, ekki það að ég hafi efni á neinu dóti, en maður er bara svo farðasjúkur eitthvað. Orðið alltof langt síðan ég fékk mér eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ef jólalitirnir verða flottir splæsir maður nú kannski á sig einhverju smávegis í hælaskóinn.
Ah.... alveg er hann týndur þessi bankareikningur sem er fullur af milljónunum í mínu nafni, ég skil ekkert í þessu?!?

:: geimVEIRA:: kl. 16:27:: [+] ::
...
Í gær fór ég í söngvinnubúðir og fór í tónheyrn, þar sem við þurftum að syngja taktæfingar með taktskiptum í, þegar við máttum sleppa því að stjórna með fór það að ganga aðeins betur hjá mér, en ég var samt alltaf að ruglast, síðan vorum við í prófi í hrynþjálfun og ég held það hafi gengið allt í lagi hjá mér, feilaði smá að láta ekki sterkasta hópinn byrja því hópurinn ætlaði aldrei að fatta hvað hann átti að gera, en þetta small á endanum. Ég tók ótrúlega törn síðan í gærkveldi þegar ég kom heim og skrifaði nótur og ég veit ekki hvað og hvað, áður en ég vissi af var klukkan orðin eitt. Ég náði samt loksins að klára nótur fyrir 2 lög með texta og öllum pakkanum. Núna eru nokkur hálf lög eftir, svo ég ætti að ná þessu fyrir prófið alveg.
Jólaljós borgarinnar komu loksins upp í gær voða fínt, en nú er dagurinn líka orðinn svo stuttur að kroppurinn minn vill ekki viðurkenna að það sé komin nótt af því að það var svo lítill dagur og síðan vill hann ekki viðurkenna að það sé dagur á morgnana, því let's face it það ER NÓTT ENNÞÁ! *Geisp* Ég er þreytt.

:: geimVEIRA:: kl. 10:23:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 18, 2002 ::
Well þá er þessi helgi búin. Ég bjó mér til fiskisúpu um helgina. Það er það eina markverða sem gerðist. Jú og svo át ég hana, hún var góð.

Glötuð helgi að öðru leyti, eiginlega bara leiði, kvíði og leti í gangi. Ég er komin með ógeð á svona helgum. Næstu helgi held ég að ég sveimér þá setji upp jólaljósin eða eitthvað, I need cheering up BIG TIME.

:: geimVEIRA:: kl. 01:31:: [+] ::
...
:: föstudagur, nóvember 15, 2002 ::
JIBBBBBBBBÍÍÍÍÍÍÍ Subway opnar nýjan stað í JL-húsinu innan tveggja vikna! Loksins, loksins, loksins. Ég frétti af þessum áformum í fyrravetur en hélt að þetta hefði dottið uppfyrir, en þegar ég sá á heimasíðu Subway úti að Hringbrautin var komin inn á lista yfir væntanlega staði, gat ég ekki setið á mér og hringdi bara í Subway á Íslandi. Það sem þeir eiga eftir að græða á mér núna !!! Það verður ekkert lítið freistandi að kaupa bara bát frekar en að labba hálfmaraþon í Nóatúni til að reyna að finna eitthvað sem maður nennir að elda og er líka hollt, ekki of dýrt og fljótlegt.
Ætli maður geti sótt um að vera bara í hálfu fæði hjá Subway?

:: geimVEIRA:: kl. 13:54:: [+] ::
...
Ég fékk mér súpu sem ég hef aldrei smakkað fyrr á Apótekinu, það var fenníku- og gulrótasúpa. Hún var algjör snilld! Ammminamminammi..... *Glámur & Skrámur* ??? hvaðan kom þetta nú?

:: geimVEIRA:: kl. 13:10:: [+] ::
...
Það er skítkalt úti en frábærlega fallegt veður, heiðskírt fyrir utan smá skýjaslæðu sem er bleik núna í sólarupprásinni. Það voru frostrósir á bílrúðunum og grasið allt hélað. Það fer bráðum að síga í mann jólaandinn.

:: geimVEIRA:: kl. 09:45:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 14, 2002 ::
Ég er steinhissa að mér finnst bara þetta Vanillukók alveg ágætt. Ég er búin að smakka Sítrónudiet-kókið og var ekki alveg sátt við það, var eins og romm og kók með sítrónusneið, nema það vantaði rommið og það vantaði sítrónusneiðina, bragðið svosem allt í lagi en ég mun ekki sækja í það, vanilludæmið hefði ég haldið að yrði algjör vibbi... ég er ekki frá því að þetta sé minna sætt meira að segja. Kannski felur vanillan bara sykurleðjuna betur. Hvenær skyldi maður fá jafnmikinn áhuga á að drekka bara vatn?

:: geimVEIRA:: kl. 14:52:: [+] ::
...
Bwhahahahahah..... já endilega fáum DD lista fram fyrir kosningar. Nú vantar bara "L" lista og þá er þetta orðið fínt nærfatasett. Double D og XL.
Double D, triple X og pólitíkusar..... - makes sense somehow.

:: geimVEIRA:: kl. 13:06:: [+] ::
...
Ég hef komist að því að mér er gersamlega fyrirmunað að versla inn til lengri tíma. Nýjustu afföllin eru þessir fínu kjúklingavængir sem ég er búin að vera á leiðinni að búa til hotwings úr, greinilega aðeins of lengi, því þeir eru útrunnir. Aðalböggið við þetta er líka að ég tafðist með að elda þá því mér finnst ómissandi að hafa með sellerístilka, en þeir sem fengust í búðinni þegar ég verslaði vængina voru bæði ljótir og dýrir, síðan þegar ég kom heim með fínt sellerí eru vængirnir alveg búnir á því. Lýsi hér með eftir góðum selleríuppskriftum?!
Maður ætti kannski að kaupa aftur vængi ég fæ þá allavega hotwings eins og mig langaði í, en ég held að ég verði að hætta því að versla fram í tímann ég er endalaust að henda útrunnum varningi, ef ég ætla að hafa hotwings verð ég bara að fara beint út í búð sama dag.
Ég kvíði hljómfræðitímanum sem er í dag. Ég var alveg úti á túni síðast, gat ekki neitt í neinu sem við vorum að gera. Við áttum að spila brotna hljóma, en síðan flækti kennarinn þetta um 300% og lét okkur spila bæði upp og niður upp frá öðrum hljómnótum en grunntóni, ég var alveg týnd, enda var þetta svo hratt líka. Ég er mikið að spá í hvort það hafi verið rugl að ætla frekar að glamra þetta á píanó en syngja, samt ég get ómögulega séð hvernig maður ætti að geta hitt alltaf á sjöundir syngjandi, a.m.k.ekki nærri því strax, en ég er heldur ekkert góð á píanóið allavega ekki nógu til að meika þetta. Æm fecked æ tell'ya!

:: geimVEIRA:: kl. 11:39:: [+] ::
...
WHARRRG! Well, þar kom að því...... allt sem ég skrifaði missti ég út fyrir klaufaskap, urr.

:: geimVEIRA:: kl. 11:18:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 11, 2002 ::
Undanfarið hef ég reynt að finna ákveðin heimilistæki á vefnum og hef komist að því að heimilistækjasalar eru yfirhöfuð með ÖMURLEGAR heimasíður. Illa uppfærðar, illa gerðar, án mynda, án verða, án vörulista, án símanúmera jafnvel. Ótrúlega lélegt sko. Skoðið sem dæmi Smith og Norland, reynið nú að finna þarna uppþvottavélar. Gengur illa? Skrýtið!!! Gæti tengst því að síðan sökkar?!?!

Spurning.

:: geimVEIRA:: kl. 14:13:: [+] ::
...
Ekki vitlausasta hugmynd sem ég hef séð: Undirskriftalisti þeirra sem vilja Conan O'Brien aftur á Skjá 1. Conan er náttúrulega snillingur, fyrrum handritshöfundur og pródúser hjá Simpsons, hann er með þennan nasty dark húmor sem ég fíla, síðan er hann með meira frelsi en Jay Leno vegna útsendingartímans úti, O'Brien er seinna á kvöldin og miklu meira látið flakka.

:: geimVEIRA:: kl. 10:33:: [+] ::
...
Jæja, þá er helgin búin. Á föstudagskveldið bauð ég frænku minni í mat, það varð bara ljúfasta kvöld, við kjöftuðum og borðuðum thaílenskt grænt karríi (af nýja stellinu sko) sem heppnaðist ágætlega og drukkum með súpergott ástralskt Gewurztraminer Riesling hvítvín frá Rosemount Estate (sjáið hvað ég er séð - nú þarf ég ekki að muna sjálf hvað þetta hét þegar ég kaupi þetta næst kíki bara hingað inn). Á laugardaginn gerði ég hreint ekki neitt nema að sofa, ótrúlegt hvað maður getur sofið mikið þegar maður er langþreyttur. Í dag var líka letilíf á mér, eiginlega aðeins of mikið, því ég gleymdi að læra heima. Úps!
Well reyndar æfði ég mig pínkusmá á píanóið, en ekki það sem átti að gera heima heldur bara annað lag sem mér fannst svo flott. Jú og gaulaði eitthvað örlítið líka. Það er kannski betra en ekkert.
Síðan þreif ég loksins og tók til líka um helgina - helgin fór alveg ekki öll til spillis.

This just in: JÓLIN ERU ALVEG AÐ FARA AÐ KOMA! Film at eleven.

:: geimVEIRA:: kl. 00:40:: [+] ::
...
:: föstudagur, nóvember 08, 2002 ::
Í gærkvöldi þegar ég hefði átt að vera að taka til fór ég að æfa lög og datt niður á þetta líka svakalega flotta litla sæta ástaróð, lag eftir Sting sem ég hafði bara einhvern veginn aldrei tekið eftir áður. Það heitir "Secret Marriage":

Secret Marriage - Sting

No earthly church has ever blessed our union
No state has ever granted us permission
No family bond has ever made us two
No company has ever earned commission


No debt was paid no dowry to be gained
No treaty over border land or power
No semblance of the world outside remained
To stain the beauty of this nuptial hour


The secret marriage vow is never spoken
The secret marriage can never be broken


No flowers on the altar
No white veil in your hair
No maiden dress to alter
No bible oath to swear


The secret marriage vow is never spoken
The secret marriage can never be broken


Ég fell nú ekki oft og mikið fyrir textum í lögum, en þessi finnst mér frábær.

Æi svo má náttúrulega alveg fylgja eins og ein mynd - maðurinn er líka alveg fyrir augað.


:: geimVEIRA:: kl. 13:18:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 07, 2002 ::

:: geimVEIRA:: kl. 15:41:: [+] ::
...
Hey já! Brilliant að fá Inter Pride til Íslands - til hamingju með það bæði hinsegin, þanneigin og svona fólk!

:: geimVEIRA:: kl. 14:05:: [+] ::
...
Restaurant geimVEIRA
Í gær fór ég í Debenhams af því að það var í boði 25% afsláttur af öllu þar. Ætlaði nú að finna á mig föt jafnvel, en lenti í því nú sem áður að ekkert átti við mig, ef sniðið var flott þá var eitthvað fáránlegt borðadæmi saumað á þetta, pallíettur á skástu prjónapeysunni sem ég sá, eða þá ef liturinn var fínn þá var flíkin úr glerhörðu efni þannig að þetta var eins og að vera í umbúðum frekar en fötum, svo ég álpaðist enn og aftur að skoða matarstell sem mér leist svo skrambi vel á síðasta vetur. Ég spáði mikið í þetta og endaði með að skella mér bara á þetta, enda 13 ára IKEA bráðabirgðastellið orðið svakalega lúið, rispað, brákað, brotið, týnt og ískrandi. Svo stormaði ég út í bíl með fulla innkaupakerru af leirtaui. Mér fannst ég voðalega heimilisleg eitthvað. Með 8 manna matar- og kaffistell í farteskinu. Mér fannst ég nú bara gera fínan díl, því ég fékk stell fyrir 8, með stórum matardiskum, djúpum diskum, frekar stórum kökudiskum, bollum og undirskálum og átta djúpar skálar ekta fínt í thailenska matinn eða Cheeriosið, stórt fat og tvo stóra latte mögga á 18 þús kall, síðan átti ég reyndar gjafakort upp á 5 þúsund kall (sem ég fékk fyrir að tala um kartöflur í focusgrúppu um daginn) svo ég fékk allt þetta fyrir 13 þúsund krónur.
Bara einn bömmer, matardiskarnir sem eru svo stórir og flottir, eru heldur stórir í uppþvottavélina ( en vélin er gömul og frekar plásslítil, þetta mun passa í næstu vél). Svo ég hugsa að ég noti gömlu diskana hversdags og hina spari, ég þekki mig nógu vel til að vita að ég mun aldrei drullast til að þvo þá upp annars. Nú þarf maður að fara að bjóða í mat hægri, vinstri.

Dropping like freaggin flies
Í gær þegar ég var að reyna að sofna fór ég í smá channel surfing og datt niðrá það eitt mest hilarious shit sem ég hef séð lengi, gaur þrumandi eitthvað yfir biðröð af fólki, sem hrundi síðan í gólfið og var rifið upp aftur og hent í gólfið upp á nýtt. Þá var þetta Showbusiness Jesus gaur að blessa liðið í gólfið. Liðið kom halt og skakkt og hoppaði og skoppaði á eftir eins og í örgustu dömubindaauglýsingu. "This woman has a bad hip" sagði Sideshow Jesus við Showbusiness Jesus, og Mr. Showbiz blessaði hana mörgum sinnum í gólfið og spurði síðan "How do you feel?" og konan var rifin upp þarna og látin halelújast þarna og labba fram og til baka. Ég var nú alveg búin á því af hlátri þegar allt í einu ég fattaði að þetta var héðan frá Íslandi þegar Showbiz JC var að skamma íslenska túlkinn því hann crowdaði Showbiz JC - cramped his style, og stóð of nálægt. Síðan fór hann að skamma skemmtaraleikarann fyrir að spila ekki rétt lag, heimtaði meira power í þetta, því það var svo rosalegur heilagleiki í gangi. Þetta var svakalega fyndið. Alltaf gaman þegar trú gleður mann, ég gat allavega hlegið mikið að þessu, mikið mikið.

:: geimVEIRA:: kl. 13:33:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, nóvember 05, 2002 ::
Jæja, ég fékk út úr tónheyrnarprófinu í gær.... og fengum við sömu einkunn ég og stúlkukindin sem ég minntist á um daginn, en ég gat samt stungið upp í hana smá, þannig að ég er að vona að hún fari að slaka á greyið. Já og ég fékk 8,8 í prófinu - jibbí (?) - ég er samt eiginlega ekki ánægð með það því ég var að klikka á ekkert svo erfiðu dóti í sjálfu sér, en samt dóti sem ég bara virðist aldrei ætla að skilja, mér fannst einu sinni ekki svona erfitt að fatta þetta - massameinloka í gangi. En ef maður hefði vitað af prófinu hefði maður kannski drullast til að ná tökum á þessu once and for all - þetta er líklegast allt í lagi einkunn m.v. að við vissum ekkert af prófinu.
Síðan var líka fyrirlestur í söngvinnubúðum, heyrðum alls kyns tónlist, sem betur fer kláraðist ekki meira af listanum sem ég hefði viljað spila, heyrði meira að segja í hljómsveit sem ég hafði aldrei heyrt í fyrr, Incubus, en ég fílaði slatta - eða allavega þetta lag sem Erla spilaði ég var gífurhissa enda funk á ferð, ekki þungt rokk eins og ég hélt Incubus spila (enda vissi ég greinilega ekkert um þetta band). Ég þarf ekki að vera með svona fyrirlestur fyrr en eftir 3 vikur líklegast - þannig að þá verð ég alveg búin að gleyma þessu aftur.

:: geimVEIRA:: kl. 10:11:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 04, 2002 ::
Heyrðu já já....
Maður er bara farinn að blogga fullur!?!
Úff, beðist er afsökunar á ruglibulliblogginu þarna frá laugardagskveldinu.
En ég stend við það ****** þú ert ekkert desperate.

:: geimVEIRA:: kl. 16:06:: [+] ::
...
Í söngvinnubúðum hafa nemendur haldið fyrirlestra og spilað tónlist sem þeir fíla, það er enn ekki komið að mér, en mér fer alveg að hætta að lítast á þetta, því það er búið að spila lög með eiginlega öllum sem mér hafði dottið í hug að spila lög með. Síðan fer ég í ofuranalýseringu á því sem ég fíla og kemst oft að því að lögin eru ekki "nógu góð" (eins og maður geti bara komið með einhver masterpiece) eða þá ekki einu sinni sungin. Ég skrifaði niður lista áðan af hugmyndum og sá listi varð eiginlega eitt allsherjar 80's + 90's popp dæmi. Ég bara þekki ekki rassgat í bala af jazzsnillingum, ekki nóg til að koma og halda fyrirlestur og halda því fram að mér finnist þetta skíturinn þegar ég fíla meira eitthvað rafeindadanstónlistarinstrumental dæmi.... What to do? What to do?
Síðan verður Erla frænka með fyrirlestur í dag og ég hef hana sterklega grunaða að klára restina af sæmilega góðu hugmyndunum mínum... Erykah Badu, Jamiroquai... Red Hot Chili Peppers pakkann.
Ég þarf að leggja höfuð í bleyti allhressilega. Úff og já, síðan eru sumir fyrirlestrarnir búnir að vera svo ítarlegir og flottir að maður bara á ekki séns að toppa þetta.
Ég verð að koma með eitthvað einstaklega flott, skemmtilegt eða sniðugt.

:: geimVEIRA:: kl. 16:03:: [+] ::
...
:: sunnudagur, nóvember 03, 2002 ::
Jæja, ég var að koma heim af djammi með skólanum, og eins og vanalega var fámennt en góðmennt og mér til mikillar ánægju var spilað live smávegis, þ.a.m. eitt lag sem er í mínum eyrum bara í eigu eins nemandans framvegis, enda hún rosalega hæfileikarík og flink. Ég endaði niðrí bæ á fyrrverandi sóðabúllu með frægum og ekki, en tilvonandi frægum músíköntum, mjög gaman, fyrir utan einn fáráð sem sat þarna, sem hélt sig "da shit" þegar hann var bara "shit" og ætlaði hann ekki að þegja þannig að þetta var alveg hætt að vera fyndið. Utanaðkomandi fáráðar sem halda sig mega busta inn í persónuleg samtöl að vild bögga mig svakalega. Mikið er sumt fólk illa heft. Og nei ekki þú ***** ******** þú ert sko hreint ekkert desperate, þú ert fínn! Ekki láta Röggu bösta þig algerlega!
Góða nótt.

:: geimVEIRA:: kl. 05:17:: [+] ::
...
:: föstudagur, nóvember 01, 2002 ::
Váá.. það er Djúpulaugarþáttur fyrir eldri borgara, sem mér fannst fín hugmynd, þrjár hressar ömmur mættar á svæðið og svona..... þ.e. allt þar til "herrann" mætti á svæðið. Þá mætti hann svona líka drullufullur að hann vissi varla hvað hann hét. Stjórnandinn spurði hann hvort hann vildi ekki bara byrja á spurningu nr.1 - og þá sagði karlinn: "Á ég að svara?" Þvílíkt diss við þessar fínu ömmur þarna, þær greyið dauðstressaðar að mæta í beina útsendingu mæta í fínum fötum með greiðslur og svona, að keppa um einhvern drulludela sem mætir fullur í beina útsendingu. Þessi gaur á ekki skilið að fá svona fína ömmu á deit, mér finnst að Djúpa laugin ætti að bjóða þessum ömmum bara þremur saman í ferð.

:: geimVEIRA:: kl. 22:43:: [+] ::
...
Sniðug grein eftir Mark Steel í Independent, um Íslandsför hans, en ég sá einmitt viðtal við hann í Silfri Egils um daginn. Hress gaur.
Mér finnst líka frábært að það megi segja "FUCK YOU I WON'T DO WHAT YOU TELL ME!" í sjónvarpinu á Íslandi.

:: geimVEIRA:: kl. 13:48:: [+] ::
...
Tæpir 3 tímar eftir af vinnudeginum hjá mér...... voðalega fer nú alltaf pústið úr manni á föstudögum, kem mér ekki að neinu einhvernveginn.

:: geimVEIRA:: kl. 13:13:: [+] ::
...

Í gær voru víst orðin heil 9 ár frá því River Phoenix lést. Hann var frábær leikari, ótrúlega hæfileikaríkur. Æ ég verð alltaf sorgmædd yfir því að fólk drepi sig á eiturlyfjum, þvílík sóun!

:: geimVEIRA:: kl. 11:01:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?